Hoppa yfir valmynd

Auðlesinn texti

Auðlesið efni

Sveitarstjórnar-kosningar verða haldnar 14. maí 2022.

Þá verða kosnar nýjar sveitarstjórnir í sveitarfélögum.  Sveitarstjórnir eru yfirleitt kallaðar bæjarstjórnir en borgarstjórn í Reykjavík.

Atkvæða-greiðsla á kjördag

Hvar og hvenær á að kjósa?

Þú kýst eftir því hvar þú ert er skráður á kjörskrá.

Kjörskrá fer eftir því í hvaða sveitarfélagi lögheimilið þitt er skráð 38 dögum fyrir kjördag.

Lögheimili er lang oftast staðurinn þar sem við búum.

Ef þú ert óviss um hvar þú átt lögheimili, skaltu spyrja einhvern sem þekkir þig og þú treystir.

Þú getur líka séð hvar þú ert skráður á kjörskrá á vef Þjóðskrár, https://skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/

Til þess að kjósa á kjördag þarftu að mæta á kjörstað.

Kjörstaðir eru oftast opnir frá klukkan 9 á morgnana til klukkan 10 á kvöldin.

Stundum eru kjörstaðir opnir á öðrum tímum.

Sveitarfélagið þitt á að auglýsa tímanlega hvenær kjörstaðir eru opnir.

Það er hægt að finna þessar upplýsingar á vefjum sveitarfélaganna.

Sveitarfélagið þitt er bærinn sem þú býrð í, eins og til dæmis Reykjavík eða Akureyri.

Hvernig fer atkvæða-greiðslan fram?

Þú mætir á þinn kjörstað og finnur þína kjördeild.

Á flestum kjörstöðum er fólk sem getur aðstoðað þig að finna þína kjördeild.

Þú mátt taka einhvern með þér sem þú þekkir og þú treystir til að aðstoða þig.

Í hverri kjördeild sitja 3 manneskjur við borð. Þetta er kjörstjórn.

Þessar 3 manneskjur merkja við þig og gefa þér kjörseðil.

Þú þarft að sýna skilríki. Til dæmis ökuskírteini eða vegabréf.

Þú ferð með kjörseðilinn inn í sérstakan kjörklefa.

Það á að vera hægt að draga tjald fyrir kjörklefann svo að þú getir kosið án þess að einhver sjái til.

Sums staðar eru skilrúm notuð í staðinn fyrir tjöld.

Í kjörklefanum á að vera skriffæri.

Í kjördeildinni er hægt að fá spjald með blindraletri til þess að lesa kjörseðilinn.

Stjórnmála-flokkar sem eru í framboði eru merktir með bókstaf á kjörseðlinum.

Þú merkir X í kassann fyrir framan bókstaf þess flokks sem þú ætlar að kjósa.

Það þarf að gera X með skriffærinu sem er í kjörklefanum.

Þegar þú ert búin að kjósa brýtur þú kjörseðilinn saman og ferð út úr kjörklefanum.

Þú setur kjörseðilinn í kassa fyrir utan kjörklefann.

Það má enginn sjá hvernig þú kaust.

Ef þú skráir annað á kjörseðilinn en þú ætlaðir eða kjörseðillinn eyðileggst láta kjörstjórnina fá hann  og fá nýjan kjörseðil.

Það má breyta röðinni á frambjóðendum

Frambjóðendum er raðað í ákveðna röð á kjörseðlinum sem er ákveðin af stjórnmála-flokknum.

Þú getur breytt röðinni hjá þeim flokki sem að þú kýst.

Þá setur þú númer fyrir framan nafn á kjörseðli.

Þú setur númer 1 fyrir framan það nafn sem á að vera efst.

Þú setur númer 2 fyrir framan það nafn sem á að vera næst og svo framvegis.

Þú getur strikað yfir frambjóðanda sem þú vilt ekki hafa á listanum sem að þú kýst.

Þú getur líka ákveðið að hafa listann óbreyttan.

Atkvæða-greiðsla utan kjörfundar

Ef þú kemst ekki að kjósa á kjördegi getur þú kosið fyrir kjördag.

Kjördagur er dagurinn þar sem kosningar fara fram.

Þetta kallast atkvæða-greiðsla utan kjörfundar.

Atkvæða-greiðsla utan kjörfundar byrjar 29 dögum fyrir kjördag.

Atkvæða-greiðsla utan kjörfundar á Íslandi

Ef þú ert á Íslandi þá getur þú kosið hjá sýslumanni.

Sýslumenn eru með skrifstofur út um allt land. Þú getur skoðað hvar skrifstofurnar eru hér: https://island.is/stofnanir/syslumenn/embaettin

Stundum eru sérstakir kjörstaðir til þess að kjósa utan kjörfundar.

Sýslumenn eiga að auglýsa hvar og hvenær atkvæða-greiðsla utan kjörfundar fer fram.

Upplýsingar um atkvæða-greiðslu utan kjörfundar má finna á vefsíðu sýslumanna.

Atkvæða-greiðsla utan kjörfundar í útlöndum

Þú getur kosið á skrifstofu sendiráðs eða á skrifstofu ræðismanns.

Í sumum löndum eru íslensk sendiráð.

Þar er íslenskur sendiherra sem aðstoðar Íslendinga sem búa í landinu.

Í öðrum löndum eru ekki sendiráð.

Þá er sérstakur ræðismaður sem er ekki íslenskur.

Hann á að aðstoða Íslendinga sem búa í landinu.

Lista yfir íslensk sendiráð og ræðismenn má finna hér: https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/

Utanríkis-ráðuneytið skipuleggur atkvæða-greiðsluna.

Utanríkis-ráðuneytið á að auglýsa hvar og hvenær atkvæða-greiðslan fer fram.

Þú átt að hafa samband við sendiráð eða skrifstofu ræðismanns til að vita hvar þú átt að kjósa.

Til þess að kjósa þarftu að mæta á kjörstað.

Starfsmaður hjá sendiráði eða ræðismanni tekur á móti þér og merkir við þig.

Þú þarft að sýna skilríki. Til dæmis ökuskírteini eða vegabréf.

Í sumum löndum getur verið að þú komist ekki á kjörstað vegna COVID 19.

Aðstoð við atkvæða-greiðslu

Þú átt rétt á að fá aðstoð við að fylla út kjörseðilinn.

Þú getur beðið einhvern í kjörstjórn um aðstoð.

Þú mátt líka biðja einhvern sem að þú þekkir og þú treystir að aðstoða þig við að kjósa.

Sá sem aðstoðar kallast aðstoðar-maður

Á kjördag er kjörstjórn 3 manneskjur sem sitja við borð í kjördeild.

Ef þú kýst utan kjörfundar þá er starfsmaður sýslumanns oftast kjörstjóri.

Þessir aðilar geta aðstoðað þig að kjósa.

Þú þarft að biðja um aðstoð.

Sá sem aðstoðar þig er bundinn þagnarskyldu. Það þýðir að hann má ekki segja frá hvernig þú kaust.

Aðstoðar-maður kjósanda skal undirrita upplýsinga-blað um að honum hafi verið leiðbeint um ábyrgð sína og skyldu sem aðstoðar-manns. Þar lofar hann því að segja ekki frá hvernig þú kýst.

Kjörstjórnar-maður skal einnig undirrita upplýsinga-blaðið.

Kjörstjórn varðveitir upplýsinga-blaðið.

Aðstoðar-maður má aðeins aðstoða 3 kjósendur við sömu kosningu.

Sá sem aðstoðar þig við að kjósa má ekki segja frá því hvað þið talið um inn í kjörklefanum.

Framboð - leiðbeiningar

Stjórnmála-flokkar þurfa að skila inn listum til þess að bjóða sig fram til sveitarstjórnar-kosninga.

Það þarf að skila inn listum um hverjir eru í framboði 36 dögum fyrir kosningar.

Á listanum eiga að vera upplýsingar um þá sem bjóða sig fram.

Frambjóðendum er raðað í röð á listann. Einhver er í fyrsta sæti og svo framvegis.

Kjördæmi og kjörstaðir

Íslandi er skipt upp í 64 sveitarfélög.

Þú ert skráður í það sveitarfélag þar sem lögheimilið þitt er skráð.

Lögheimili er oftast sami staður og þar sem við búum.

Ef þú ert óviss hvar þú átt lögheimili, skaltu spyrja einhvern sem þekkir þig og þú treystir.

Þú getur líka séð hvar þú ert skráður á kjörskrá á vef Þjóðskrár Íslands.

Kosningaréttur og kjörskrá

Til þess að mega kjósa í kosningum þarftu  að vera skráður á kjörskrá.

Langflestir eru skráðir á kjörskrá.

Til þess að mega kjósa þarft þú að vera orðinn 18 ára.

Þú þarft að vera með lögheimili á Íslandi til þess að vera skráður á kjörskrá.

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum