Hoppa yfir valmynd

Gerð og prentun kjörseðla

Kjörseðill og önnur kjörgögn við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Landskjörstjórn lætur í té kjörgögn við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Hún lætur einnig í té leiðbeiningar um tilhögun atkvæðagreiðslunnar. Sýslumenn annast afgreiðslu kjörgagna til kjörstjóra eða annarra trúnaðarmanna innan lands.

Utanríkisráðuneytið annast afgreiðslu þeirra kjörgagna sem þurfa að berast kjörstjórum erlendis.

Kjörseðill og önnur kjörgögn við atkvæðagreiðslu á kjördag

Yfirkjörstjórn sveitarfélags lætur gera kjörseðla sem notaðir verða við atkvæðagreiðslu á kjörfundi við sveitarstjórnarkosningar.

Kjörseðlar skulu vera úr haldgóðum pappír sem prent eða skrift sést ekki í gegnum samkvæmt nánari reglum sem ráðuneytið setur að fengnum tillögum landskjörstjórnar.

Að fengnum tillögum landskjörstjórnar skal ráðherra í reglugerð setja nánari ákvæði um gerð kjörseðla, umslög, atkvæðakassa, blindraspjöld, kosningaleiðbeiningar, gerðabækur og önnur kjörgögn. 

Síðast uppfært: 4.4.2022 0
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum