Hoppa yfir valmynd

Sveitarstjórnir

Sveitarstjórnarkosningar fara fram á fjögurra ára fresti samkvæmt kosningalögum. Framkvæmd sveitarstjórnarkosninga er á hendi hvers sveitarfélags fyrir sig, en landskjörstjórn hefur jafnframt hlutverk við undirbúning og framkvæmd kosninganna. 

Við sveitarstjórnarkosningar er hvert sveitarfélag ein kjördeild, nema sveitarstjórn hafi ákveðið að skipta því í fleiri kjördeildir.

Kjörstað fyrir hverja kjördeild ákveður sveitarstjórn.

Sveitarstjórn kýs yfirkjörstjórn og aðrar kjörstjórnir sveitarfélags.

Sveitarstjórn ræður starfsfólk sér til aðstoðar við kosningar. Ekki er skylt að auglýsa slík störf. Yfirkjörstjórn sveitarfélags getur falið starfsfólki sveitarfélaga störf í tengslum við framkvæmd kosninga.

Kostnaður við sveitarstjórnarkosningar, þ.m.t. kostnaður við kjörgögn og áhöld er landskjörstjórn lætur í té og vegna þeirra verkefna sem Þjóðskrá Íslands fer með, greiðist af sveitarfélögum nema annað sé tekið fram í kosningalögum.

Síðast uppfært: 9.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum