Hoppa yfir valmynd

Eyðublöð og form samkvæmt reglugerð um talningu atkvæða

Hér að neðan er að finna eyðublöð og form sem landskjörstjórn gefur út á grundvelli reglugerðar nr. 431/2022 um talningu atkvæða. Öll eyðublöðin og formin eru aðgengileg á excel sniði en einnig sem prentvæn skjöl sem má hlaða niður, prenta út og fylla út handvirkt.

Þá er vakin athygli að í sumum tilvikum eru einnig birt sýnishorn af útfylltum eyðublöðum.

Áður en talning hefst verður kjörstjórn að hafa náð í skjölin og hlaðið þeim niður vegna þess að óheimilt er að vera með nettengda tölvu í talningarsal.

1. Talningarblað

- til að skrá niðurstöðu talningar, skv. 16. gr. reglugerðar um talningu atkvæða

Um er að ræða vinnuskjal kjörstjórna og þeirra sem vinna við talningu og þarna er haldið utan um talin atkvæði. Eyðublaðið er hugsað til samræmingar og til að flýta fyrir. Athugið að þetta er ekki skýrsla um úrslit eða niðurstöður kosninganna (það væri kosningaskýrslan skv. 26. gr.). Gert er ráð fyrir að talningablaðið sé fyllt út eftir því sem talningunni vindur fram og því er gert ráð fyrir að skráð sé klukkan hvað blaðið er fyllt út.

2. Meðferð utankjörfundaratkvæða

- skv. 17. gr. reglugerðar um talningu atkvæða

Þetta er skýrsluform fyrir mat yfirkjörstjórnar á því hvort atkvæðasending utan kjörfundar er tekin til greina. Í blaðið skal skrá hversu margar atkvæðasendingar utan kjörfundar eru teknar til greina, hversu margar eru ekki teknar til greina og af hvaða ástæðu, sbr. 94. gr. kosningalaga nr. 112/2021.

3. Mat á vafa- og ágreiningsatkvæðum 

– skv. 19. gr. reglugerðar um talningu atkvæða

Þetta er skýrsluform fyrir mat yfirkjörstjórnar á því hvort atkvæði sem ágreiningur ríki um skuli tekið til greina. Í 19. gr. reglugerðar um talningu atkvæða segir, að með ágreiningsseðlunum skuli fylgja skýring á úrskurði yfirkjörstjórnar og upplýsingar um þann ágreining sem umboðsmaður gerði um atkvæðaseðilinn.

4. Kosningaúrslit og kosningaskýrsla

- skv. 26. gr. reglugerðar um talningu atkvæða

Reikniskjöl fyrir yfirkjörstjórnir til að reikna kosningaúrslit skv. 116. – 118 gr. kosningalaga. Yfirkjörstjórn sveitarfélags skal reikna út kosningaúrslit skv. 116.-118. gr. kosningalaga. Það er ekki hægt að nota sams konar eyðublöð fyrir útreikning á fjölda kjörinna fulltrúa fyrir sveitarfélög þar sem fram fara bundnar hlutfallskosningar og óbundnar kosningar.

Upptaka frá kynningu á kosningaskýrslu fyrir yfirkjörstjórnir. 9. maí 2022.

a. Bundnar hlutfallskosningar

Til þess að finna hverjir hafa náð kosningu á hverjum lista skal kjörstjórn reikna frambjóðendum atkvæðatölu í samræmi við 112. gr. kosningalaga. Í því felst að sömu reglur gilda um áhrif útstrikana og um alþingiskosninga.

b. Óbundnar kosningar

Hér er að finna skýrsluform á excel formi og einnig á word formi til notkunar þegar fram fara óbundnar kosningar ásamt leiðbeiningum um útfyllingu skjalanna.

Útfylltum eyðublöðum samkvæmt þessum lið skal skila til landskjörstjórnar á netfangið [email protected]. Landskjörstjórn móttekur skjölin og sendir til baka pdf-skjal sem felur í sér kosningaskýrslu skv. 26. gr. reglugerðarinnar.

5. Tilkynning um kosningu

- skv. 119. gr. kosningalaga

Kosningalögin fela í sér að útgáfa kjörbréfa hefur verið aflögð. Ber yfirkjörstjórn sveitarfélags að tilkynna hinum kjörnu aðalfulltrúum og varamönnum, þ.e. þeim sem á eftir koma á framboðslista, um úrslit kosninganna og að þeir hafi hlotið kosningu til setu í sveitarstjórn, skv. 119. gr. kosningalaga. Í dæmaskyni verður hér birt fyrirmynd að slíkri tilkynningu.

Síðast uppfært: 16.6.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum