Hoppa yfir valmynd
11.04.2022

Fyrirmæli landskjörstjórnar um skilríki umboðsmanna

Samkvæmt 3. mgr. 53. gr. kosningalaga nr. 112/2021 skal yfirkjörstjórn sveitarfélags útbúa sérstök skilríki fyrir umboðsmenn samkvæmt nánari fyrirmælum landskjörstjórnar. Fyrirmæli landskjörstjórnar eru svohljóðandi:

Á framhlið skilríkja umboðsmanna skulu að lágmarki koma fram eftirfarandi upplýsingar:

  1. Útgáfunúmer skilríkis
  2. Nafn umboðsmanns
  3. Mynd af umboðsmanni
  4. Heiti sveitarfélags
  5. Gildistími skilríkis, t.d. sveitarstjórnarkosningar 2022.
  6. Undirritun útgefanda

Á bakhlið skilríkja umboðsmanna skal tilgreina heiti þess framboðs sem umboðsmaður starfar fyrir.

Skilríki umboðsmanns skal undirritað af fulltrúa yfirkjörstjórnar sveitarfélags og í gerðabók skal bóka útgáfunúmer skilríkis, nafn umboðsmanns, kennitölu og heiti þess framboðs sem um ræðir.

Yfirkjörstjórn ræður að öðru leyti formi og stærð skilríkis sem skulu þannig úr garði gerð að þau megi bera með þeim hætti að þau séu sýnileg, t.d. sem barmmerki, í plastvasa sem hengja má um hálsinn.

 

Reykjavík 11. maí 2022

Landskjörstjórn

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum