Hoppa yfir valmynd

Fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir

Í lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir er kveðið á um að gefa skuli fólki kost á ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir. Ráðgjafarþjónustan skal veitt á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum og má vera í starfstengslum við mæðranefnd, kvensjúkdómadeildir, geðvernd, fjölskylduráðgjöf og félagsráðgjafaþjónustu. Embætti landlæknis hefur með höndum yfirumsjón með framkvæmd og uppbyggingu slíkrar ráðgjafar og fræðslu. Jafnframt kemur fram í lögunum að sjúkratryggingar almannatrygginga greiði sjúkrakostnað vegna fóstureyðinga og ófrjósemisaðgerða.

Til nefndarinnar er unnt að kæra ágreining um hvort framkvæma skuli fóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerð. Annaðhvort landlæknir eða sjúkrahúslæknir getur vísað máli til nefndarinnar.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira