Hoppa yfir valmynd

Þróun gjalda í heilsugæslu 2002-2013

Sjúkratryggðir einstaklingar á Íslandi greiða fyrir heilbrigðisþjónustu í samræmi við reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggðum er þar skipt í hópa þar sem börn og lífeyrisþegar greiða lægra gjald en aðrir.

Gjald fyrir komur á heilsugæslu og vitjun heilsugæslulækna í heimahús má finna í öðrum kafla reglugerðarinnar en auk þess sem gjöldin eru misjöfn eftir þeim hópum sem sjúkratryggðir einstaklingar tilheyra fer gjaldtaka eftir því hvort þjónusta á sér stað á eða eftir dagvinnutíma.

Hér má sjá þróun komugjalda á heilsugæslustöðvar á dagvinnutíma á föstu verðlagi á árunum 2002-2013.

Komugjöld á heilsgæslustöðvar á dagvinnutíma á föstu verðlagi* 2002-2013

 

*Staðvirt með vísitölu neysluverðs án húsnæðis.

Í upphafi tímabilsins voru þrír gjaldahópar, sjúkratryggðir almennt, ellilífeyrisþegar og börn með umönnunarkort. Aldraðir 67-69 ára greiddu sömu upphæð og sjúkratryggðir almennt þangað til 1. janúar 2010 og komugjöld barna yngri en 18 ára fylgdu gjöldum aldraðra 70 ára og eldri fram til 1. janúar 2008. Frekari skýringar á gjöldum og hópum má finna í meðfygjandi Excelskrá.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira