Hoppa yfir valmynd

Útgjöld velferðarráðuneytisins 2008-2015

Í Yfirliti útgjalda velferðarráðuneytisins 2008 – 2015 er að finna greiningu á útgjöldum velferðarráðuneytisins með áherslu á heilbrigðismál.

Þar kemur fram að heildarframlög til velferðarráðuneytisins samkvæmt fjárlögum ársins 2015 nema 272 milljörðum króna (ma. kr.). Þar af renna 147 ma. kr. (54%) til málaflokka heilbrigðisráðherra og 124 ma. kr. (46%) til málaflokka félags- og húsnæðismálaráðherra.

Útgjöld velferðarráðuneytisins hafa verið um 13–16% af vergri landsframleiðslu á undanförnum árum. Fjárheimildir ársins 2014 voru 13% af vergri landsframleiðslu og á árinu 2015 gera fjárlög ráð fyrir að hlutdeild velferðarráðuneytisins verði um 12,8% af vergri landsframleiðslu.

 
Mynd 1: Rekstrarútgjöld velferðarráðuneytisins (2006–2013) og fjárheimildir (2014–2015) sem hlutdeild af vergri landsframleiðslu 2008–2015, (verg landsframleiðsla á föstu verðlagi).

Fjárheimildir velferðarráðuneytisins hafa skipst þannig að hlutdeild málaflokka heilbrigðisráðherra hefur verið um og yfir 7% af vergri landsframleiðslu á tímabilinu en hlutdeild málaflokka félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sveiflast frá um 5–7% á tímabilinu að undanskildu árinu 2010 þar sem hlutdeild þeirra af vergri landsframleiðslu var um 9%.

 
Mynd 2: Rekstrarútgjöld málaflokka heilbrigðisráðherra og málaflokka félags- og húsnæðismálaráðherra (2006–2013) og fjárheimildir (2014–2015) af vergri landsframleiðslu 2006–2015.
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira