Dreifibréf 2/2002 - Vinnutími
Fjármálaráðuneytið |
VINNUTÍMI
|
Framkvæmd og túlkun á ákvæðum kjarasamninga um vinnutíma og matar- og kaffitíma í dagvinnu.
|
Vinnutími dagvinnumanna.
Uppfært* |
Vinnuvika dagvinnumanna í fullu starfi er 40 stundir eða 8 stundir á dag, mánudaga-föstudaga.
Matartími, 30 mínútur, skal vera á tímabilinu kl. 11:30-13:30 og telst hann ekki til vinnutíma, þ.e. er ólaunaður. Hjá félögum í Samfloti og Kjarna, svo og Starfsmannafélagi Suðurnesja, er matartíminn þó 60 mínútur.
Á hverjum vinnudegi eru 2 kaffitímar, samtals 35 mínútur að lengd, venjulega 15 mínútur fyrir hádegi og 20 mínútur eftir hádegi. Kaffitímarnir teljast til vinnutímans, þ.e. eru launaðir og eru innifaldir í 8 stunda vinnudegi. Virkur vinnutími á dag er þannig 8 stundir að frádregnum kaffitímunum tveimur eða 7 stundir og 25 mínútur (7,4167 klst.).
Heimilt er að lengja, stytta eða fella niður bæði matar- og kaffitíma með samkomulagi fyrirsvarsmanna stofnunar og einfalds meirihluta þeirra starfsmanna sem málið varðar. Séu matar- eða kaffitímar lengdir eða styttir, lengist eða styttist vinnudagurinn að sama skapi. Algengt er að öðrum eða báðum kaffitímum sé sleppt og vinnudeginum ljúki fyrr eða hann hefjist síðar sem því nemur. T.d. var daglegur vinnutími í stjórnarráðinu hér áður fyrr kl. 08:45-17:00, taldist þá vinnudagurinn í raun hefjast kl. 08:30 en vegna þess að morgunkaffitíminn var felldur niður, var mætt til starfa kl. 08:45. Óalgengt er að matartíma sé sleppt.
Minnt skal á að starfsmaður á rétt á a.m.k. 15 mínútna hléi ef daglegur vinnutími hans er lengri en 6 klst. Matar- og kaffitímar teljast hlé í þessu sambandi.
Tekið skal tillit til kaffitíma við útreikning á starfshlutfalli hlutavinnufólks. Starfsmaður sem ráðinn er t.d. til vinnu kl. 12:00-16:00 án hádegishlés 5 daga vikunnar á vinnustað þar sem báðum kaffitímum hefur verið sleppt, vinnur þannig 54% af fullu starfi eða 4 stundir á dag af 7,4167 stundum.
Hér fara á eftir nokkur dæmi um upphaf og endi vinnudags eftir því hvort kaffitími/ar eru teknir eða þeim sleppt. Á vinnustöðum þar sem matartími er 1 klst., lýkur vinnudegi í öllum tilvikum hálfri klukkustund síðar en þar sem matartími er 1/2 klst.
Ytri mörk |
Kaffitími |
Matartími |
Kaffitími |
Virkur |
vinnudags |
fyrir hádegi |
eftir hádegi |
vinnutími |
|
Báðum kaffitímum sleppt: |
||||
kl. 08:05-16:00 |
sleppt |
1/2 stund |
sleppt |
=7 st. 25 mín. |
kl. 08:05-16:30 |
sleppt |
1 stund |
sleppt |
=7 st. 25 mín. |
Morgunkaffitíma sleppt, síðdegiskaffi tekið: |
||||
kl. 08:45-17:00 |
sleppt |
1/2 stund |
20 mín. |
=7 st. 25 mín. |
kl. 08:45-17:30 |
sleppt |
1 stund |
20 mín. |
=7 st. 25 mín. |
Morgunkaffi tekið, síðdegiskaffi sleppt: |
||||
kl. 08:00-16:10 |
15 mín. |
1/2 stund |
sleppt |
=7 st. 25 mín. |
kl. 08:00-16:15 |
20 mín. |
1/2 stund |
sleppt |
=7 st. 25 mín. |
kl. 08:00-16:40 |
15 mín. |
1 stund |
sleppt |
=7 st. 25 mín. |
kl. 08:00-16:45 |
20 mín. |
1 stund |
sleppt |
=7 st. 25 mín. |
Báðir kaffitímar teknir: |
||||
kl. 08:00-16:30 |
15 mín. |
1/2 stund |
20 mín. |
=7 st. 25 mín. |
kl. 08:30-17:00 |
15 mín. |
1/2 stund |
20 mín. |
=7 st. 25 mín. |
kl. 08:45-17:15 |
15 mín. |
1/2 stund |
20 mín. |
=7 st. 25 mín. |
kl. 08:00-17:00 |
15 mín. |
1 stund |
20 mín. |
=7 st. 25 mín. |
kl. 08:30-17:30 |
15 mín. |
1 stund |
20 mín. |
=7 st. 25 mín. |
kl. 08:45-17:45 |
15 mín. |
1 stund |
20 mín. |
=7 st. 25 mín. |
* Dreifibréf þetta kemur í stað vinnureglna nr. 5/1992, dags. 29. apríl 1992.
------------------------------------------
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.