Hoppa yfir valmynd

Dreifibréf 3/2001 - Fæðispeningar

Fjármálaráðuneytið
Starfsmannaskrifstofa
Nóvember 2001/svá
Dreifibréf 3/2001

FÆÐISPENINGAR
Túlkun og framkvæmd á gr. 3.4 í kjarasamningum við stéttarfélög opinberra starfsmanna.

Jafnaðargreiðsla fæðispeninga. Ársmenn og sumarafleysingastarfsmenn.

Uppfært*

Í kafla 3.4 í kjarasamningum fjármálaráðherra og stéttarfélaga opinberra starfsmanna, þ.e. félaga sem falla undir lög nr. 94/1986, er kveðið á um greiðslu fæðispeninga að fullnægðum vissum skilyrðum um vinnuskyldu ef starfsmenn njóta ekki mataraðstöðu. Athugið að ákvæði þessi taka ekki til vaktavinnumanna. Skilyrðin eru sem hér segir:

BSRB BHMR
1. Vinnuskylda á viku: a.m.k. 50% a.m.k. 62,5%
2. Tími vinnuskyldu: a.m.k. kl. 11-14 a.m.k. 2 klst. fyrir og 2 klst. eftir matarhlé
3. Lengd matarhlés 1/2 klst.* 1/2 klst.*
* ef matarhléi er sleppt, greiðast fæðispeningar ekki
4. Önnur skilyrði: fastur vinnustaður 1) fastur vinnustaður
2) heimili starfsmanns sé ekki á vinnustað
3) starfsmaður fái ekki ferðadagpeninga fyrir daginn.

Fæðispeningar greiðast fyrir hvern vinnuskyldudag, þ.e. hvern dag sem mætt er til vinnu, að uppfylltum ofannefndum skilyrðum.
Vegna þess að vinnudagafjöldi er mismunandi frá mánuði til mánaðar, er starfsmönnum greitt skv. mánaðarlegum meðalfjölda vinnuskyldudaga til einföldunar. Farið er eftir útreikningum í ritinu "Meðaltalsár" sem gefið var út af starfsmannaskrifstofu árið 1994.

1. Ársmenn:
Í meðaltalsári er fjöldi vinnudaga
249,6768
Frá vinnudögunum dregst meðallengd orlofs, 27 dagar:
÷27,0000
og er þá fjöldi vinnuskyldudaga:
222,6768
þessum dagafjölda er síðan skipt í 12 jafna hluta:
18,5564
Skal því greiða ársmönnum 18,6 einingar fæðispeninga á mánuði.

2. Sumarafleysingamenn:
Hjá sumarafleysingamönnum dragast aðeins frá þeir sérstöku frídagar sem ber upp á virkan dag á ráðningartíma þeirra. Sumarið 2001 var meðaleiningafjöldi, miðað við ráðningu í júní, júlí og ágúst, þannig (20+22+22):3 = 21,33 einingar. Sumarið 2002 verður meðaleiningafjöldi júní-ágúst (19+23+21):3 = 21,0 eining.

Skal því greiða sumarmönnum sumarið 2002 21 einingu fæðispeninga á mánuði.

3. Almennt
Fæðispeningar falla að sjálfsögðu niður í veikindum, fæðingarorlofi, orlofi og öðrum fjarvistum þar sem um er að ræða kostnaðargreiðslu en ekki launagreiðslu.* Dreifibréf þetta kemur í stað vinnureglna nr. 12/1993, dags. 18. júní 1993.

------------------------------------------
Síðast uppfært: 15.3.2017
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira