Hoppa yfir valmynd

Dreifibréf 7/2001 - Starfslok

Fjármálaráðuneytið
Starfsmannaskrifstofa
Nóvember 2001/áll
Dreifibréf 7/2001

STARFSLOK
Túlkun og framkvæmd á 1. mgr. 33. gr. og 2. mgr. 43. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Aldurshámark starfsmanna ríkisins.

Uppfært*

 

Kveðið er á um aldurshámark embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins í lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, þ.e. í ákvæðum 1. mgr. 33. gr. og 2. mgr. 43. gr.

Ákvæði laganna eru svohljóðandi:

2. mgr. 43. gr.
"Starfsmanni skal þó jafnan segja upp störfum frá og með næstu mánaðamótum eftir að hann nær 70 ára aldri."

Uppsögn ber að miða við næstu mánaðamót eftir að starfsmaður nær 70 ára aldri. Dæmi: Starfsmaður hefur þriggja mánaða uppsagnarfrest. Hann verður 70 ára þann 5. maí. Starfslok hans ættu því að verða á mánaðamótum maí - júní. Til þess að tryggja starfslok hans á þessum tíma þarf að segja honum upp störfum í febrúar þannig að uppsagnarfresturinn verði liðinn í lok maímánaðar, þ.e. þrír heilir almanaksmánuðir (mars, apríl og maí).

Flestir ríkisstarfsmenn hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. Samkvæmt kjarasamningum ríkisins við nokkur aðildarfélög ASÍ getur uppsagnarfrestur þó verið allt að sex mánuðum. Gæta þarf að ákvæðum í kjarasamningi þegar um starfsmann á slíkum kjörum er að ræða.

1. mgr. 33. gr.
"Embættismanni skal veita lausn frá og með næstu mánaðamótum eftir að hann nær 70 ára aldri. Sé maður orðinn 65 ára, þegar hann er skipaður tímabundið í embætti skv. 23. gr., skal skipunartími hans miðaður við að hann láti af störfum frá og með næstu mánaðamótum eftir að hann nær 70 ára aldri."

Lausn úr embætti þarf ekki að tilkynna með tilteknum fresti. Þegar um lausn úr embætti sökum aldurs er að ræða er þó eðlilegt að hafa sambærilegan frest og almennt gildir um ríkisstarfsmenn, þ.e. með þriggja mánaða fyrirvara.

Að lokum er rétt að mælast til þess að vel sé staðið að tilkynningum um starfslok sökum aldurs, hvort sem embættismenn eða aðrir ríkisstarfsmenn eiga í hlut. Æskilegt er að næsti yfirmaður eða forstöðumaður afhendi starfsmanni/embættismanni slíka tilkynningu í eigin persónu, þakki honum fyrir samstarfið og óski honum velfarnaðar í framtíðinni.* Dreifibréf þetta kemur í stað bréfs ráðuneytisins, dags. 19. desember 1997.

------------------------------------------
Síðast uppfært: 15.3.2017
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira