Hoppa yfir valmynd

Réttarheimildir og dómar

Um störf ríkisstarfsmanna og starfsumhverfi þeirra er fjallað í ýmsum lögum og reglum (réttarreglum). Réttarreglum þessum má skipta í þrennt. Í fyrsta lagi þær sem gilda almennt um starfsmenn ríkisins og heyra oftast nær undir fjármálaráðuneyti. Í öðru lagi þær sem taka til sérstakra hópa ríkisstarfsmanna og heyra undir viðkomandi ráðuneyti. Í þriðja lagi þær sem eiga við um alla starfsmenn án tillits til þess hvort þeir starfa hjá ríkinu eða öðrum vinnuveitendum. Síðastnefndu réttarreglurnar heyra flestar undir félags- og húsnæðismálaráðuneyti.

Lögin eru með krækju í lagasafn Alþingis en reglur/reglugerðir eru flestar með krækju á vef ráðuneytisins. Komi fram misræmi milli reglugerðartexta á vef ráðuneytisins og reglugerðarútgáfu B-deildar Stjórnartíðinda gildir hin síðarnefnda.

Ríkisstarfsmenn - almennar réttarreglur

Lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Samantekt laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ásamt lögskýringargögnum, dómsúrlausnum og álitum umboðsmanns Alþingis o.fl.  

Efnisyfirlit fyrir starfsmannalögin

Reglur nr. 413/1996, um skyldu til að upplýsa embættismenn um skipunarkjör 

Reglur nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum 

Reglur nr. 351/1996, um form ráðningarsamninga og skyldur til að upplýsa starfsmenn um ráðningarkjör 

Starfsreglur nefndar skv. 27. gr. laga nr. 70/1996 til meta lausn um stundarsakir 

Lög nr. nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins

Stjórn Lífeyrissjóðsins hefur sett samþykktir fyrir sjóðinn. Hægt er að nálgast samþykktir þessar og fleira á vef sjóðsins.

Samantekt laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, ásamt lögskýringargögnum, breytingum, eldri ákvæðum, dómsúrlausnum og álitum umboðsmanns Alþingis. 

Lög nr. 130/2016 um kjararáð

Kjararáð hefur sett almennar reglur um starfskjör þeirra sem heyra undir úrskurð ráðsins. Hægt er að nálgast reglur þessar og fleira á vef kjararáðs.

Lög nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna

Hér að neðan er að finna ýmsar reglur/reglugerðir o.fl. sem varða ríkisstarfsmenn með einum eða öðrum hætti.

Reglugerð nr. 335/1987, um nefnd um kjararannsóknir opinberra starfsmanna

Reglur nr. 30/1990, um skilmála slysatryggingar ríkisstarfsmanna, skv. kjarasamningumvegna slysa sem starfsmenn verða fyrir í starfi. Reglurnar gilda almennt enda sé vísað til þeirra í viðkomandi kjarasamningi. Bótafjárhæðir breytast mánaðarlega.

Reglur nr. 31/1990, um skilmála slysatryggingar ríkisstarfsmanna, skv. kjarasamningum vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir utan starfs. Reglurnar gilda almennt enda sé vísað til þeirra í viðkomandi kjarasamningi. Bótafjárhæðir breytast mánaðarlega.

Reglur nr. 281/1988 um farangurstryggingar starfsmanna á ferðalögum á vegum ríkisins

Reglur nr. 39/1992 um greiðslur ferðakostnaðar á ferðalögum á vegum ríkisins

Reglugerð nr. 1281/2014 um bifreiðamál ríkisins

Auglýsing um skrá yfir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna

Lög nr. 2/1997 um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga ath. lögin falla úr gildi 1. janúar 2018 skv. lögum nr. 35/2017

Lög nr. 34/1977 um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkisins

Lög nr. 33/1915 um verkfall opinberra starfsmanna

Lög nr. 27/1968 um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins

Reglugerð nr. 480/1992, um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins

Stjórnsýslulög nr. 37/1993

Upplýsingalög nr. 140/2012

Lög nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands

Lög nr. 88/1995 um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað

Lög nr. 55/1989 um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta samninga um réttarstöðu skrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda og stjórnarnefndar Norðurlandaráðs og um réttarstöðu samnorrænna stofnana

Lög nr. 19/1940 um almenn hegningarlög

Lög nr. 33/1944 um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Um viðbótarlaun

Reglur um greiðslu viðbótarlauna skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 70/1996

Til viðbótar ofangreindum réttarreglum um starfsmenn ríkisins gilda ýmis sérákvæði um sérstaka hópa ríkisstarfsmanna sem er jafnan að finna í lögum og reglum um hlutaðeigandi stofnun, starfsemi eða starfsgrein. Réttarreglur þessar er í flestum tilvikum hægt að nálgast á vefsíðu viðkomandi ráðuneytis/stofnunar.

Allir launþegar – almenn vinnulöggjöf:

Ath. eftirfarandi listi er ekki tæmandi

Lög nr. 72/2004 um uppfinningar starfsmanna

Lög nr. 10/2004 um starfsmenn í hlutastörfum

Lög nr. 139/2003 um tímabundna ráðningu starfsmanna

Lög nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

Lög nr. 27/2000 um bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna

Lög nr. 63/2000 um hópuppsagnir

Lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla

Lög nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof

Lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Lög nr. 155/1998 um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda

Áfengislög nr. 75/1998

Lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Lög nr. 100/2007 um almannatryggingar

Skaðabótalög nr. 50/1993

Lög nr. 105/2014 um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins

Lög nr. 2/1993 um evrópska efnahagssvæðið

Lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðra

Lög nr. 113/1990 um tryggingagjald

Lög nr. 30/1987 um orlof

Lög nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda

Lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum

Lög nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla

Lög nr. 88/1971 um 40 stunda vinnuviku

Lög nr. 39/1966 um almennan frídag 1. maí

Lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur

Lög nr. 15/1931 um viðauka við lög um greiðslu verkkaups

Lög nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups

Dómar

Á  ári hverju kemur nokkur fjöldi ágreingsmála upp í tengslum við starfsmannamál hjá ríkinu og stofnunum þess sem leiða þarf til lykta fyrir dómstólum.

Embætti ríkislögmanns sér jafnan um rekstur þessara dómsmála en undirbúningur þeirra er yfirleitt í höndum Kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Þá er oft leitað til hlutaðeigandi stofnunar eftir frekari skýringum, einkum varðandi atvik máls, og stundunum hlutaðeigandi ráðuneytis, svo sem varðandi túlkun á sérákvæðum laga og annarra settra reglna.

Fjármála- og efnahagsráðherra fer jafnan með aðild að starfsmannamálum sem fara fyrir dómstóla, enda er honum yfirleitt stefnt fyrir hönd íslenska ríkisins. Frá því eru þó undantekningar, t.d. þegar mál eru höfðuð til ógildingar á áminningu en þá er forstöðumanni hlutaðeigandi stofnunar stefnt. Í slíkum tilvikum er hægt að leita eftir aðstoð frá embætti ríkislögmanns en með milligöngu Kjara- og mannauðssýslunnar.

Stöku dæmi eru um opinber mál þar sem ákært er fyrir brot sem tengjast starfi viðkomandi í þjónustu ríkisins og eftir atvikum ákært fyrir brot í opinberu starfi skv. 14. kafla almennra hegningarlaga. Rekstur slíkra mála heyrir undir embætti ríkissaksóknara eða aðra hafndhafa ákæruvalds.

Uppkveðnir dómar eftir árum:

Nefnd vegna lausnar um stundarsakir

Sérstök nefnd sérfróðra manna um stjórnsýslu hefur það hlutverk að fjalla um mál embættismanna sem vikið er frá störfum um stundarsakir. Meginreglan er sú að embættismanni verður ekki vikið frá að fullu nema því aðeins að honum hafi fyrst verið veitt lausn um stundarsakir og mál hans verið afgreitt hjá nefndinni. Nefnd þessi starfar samkvæmt 27. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hún er oft kölluð nefnd samkvæmt 27. gr. stml.

Fjármálaráðherra skipar nefndina, þar af formann og varaformann til fjögurra ára í senn. Aðrir nefndarmenn eru skipaðir í nefndina í hvert sinn sem mál kemur upp. Annar þeirra samkvæmt tilnefningu þess ráðherra sem í hlut á en hinn af samtökum ríkisstarfsmanna sameiginlega.

Fjármálaráðherra hefur skipað Kristínu Benediktdsóttur, hdl. formann nefndarinnar. Skipunin gildir til 30. nóvember 2018.

Starfsreglur nefndar skv. 27. gr. laga nr. 70/1996 

Frekari upplýsingar um nefndina, þ.á m. álitsgerðir er hægt að nálgast á vef ráðuneytisins

Ríkið sem vinnuveitandi

Síðast uppfært: 29.9.2020
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira