Hoppa yfir valmynd
16.01.2013 00:00 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

2. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar: 2. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti
Staður og stund:
Velferðarráðneytið 16. janúar 2013 kl. 14.30 -16.00

Málsnúmer:
VEL12100264

Mætt: Sverrir Jónsson (SVJ), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ), Hannes G. Sigurðsson (HGS), Guðlaug Kristjánsdóttir (GK), Maríanna Traustadóttir (MT), Benedikt Valsson (BV), Oddur S. Jakobsson (OSJ)

Fundarritari: Birna Hreiðarsdóttir, formaður aðgerðahópsins

Þetta gerðist:

1.            Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar

Fundargerð síðasta fundar yfirfarin og nokkrar breytingar gerðar.

2.            Verk- og tímaáætlun

Verk- og tímaáætlun aðgerðahóps lögð fyrir fundinn. Ýmsar hugmyndir reifaðar, ma. um að markmið með samræmingu launarannsókna  eigi að vera að til verði samræmd viðmið og “best practice” sem aðgerðahópurinn beiti sér síðan fyrir að verði notað við rannsóknir á kynbundnum launamun til framtíðar. Bent á mikilvægi þess að leiða saman þá aðila sem stunda slíkar rannsóknir og kynna vinnu hópsins. BHr, SÝÞ og SVJ fari yfir endurskoðan texta í framlögðum drögum að verkáætlun, sem hópurinn fær til yfirlestrar.

3.            Ráðning starfsmanns aðgerðahóps

Rætt um ráðningu starfsmanns, fundarmenn á því að það þurfi að gerast sem fyrst. Ákveðið að formaður geri drög að auglýsingu um starfmann og sendi á hópinn.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00

Næsti fundur ákveðinn 23. janúar kl 14.30-16.00

Birna Hreiðarsdóttir

Birna Hreiðarsdóttir

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum