Hoppa yfir valmynd
18.06.2014 00:00 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

18. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar: 18. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
Staður og stund:
Velferðarráðuneytið 18. júní. 14.30 -16.00.
Málsnúmer:
VEL12100264.

Mætt: Benedikt Valsson (BV, Svf), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Georg Brynjarsson (GB, BHM), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR) Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður aðgerðahóps (AKÁ), Jóna Pálsdóttir (JP, MRN) og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL) starfsmaður aðgerðahóps.

Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir.

Dagskrá:

1.            Fundargerð 17. fundar lögð fram til samþykktar

Fundargerð samþykkt.

2.            Hönnunarsamkeppni vegna jafnlaunamerkis

Samanber ákvörðun á 17. fundi um að hópurinn aflaði upplýsinga um framkvæmd  hönnunarsamkeppi vegna jafnlaunamerkis lagði GE fram minnisblað um framkvæmd slíkra samkeppna. Samþykkt var að aðgerðahópurinn fari í samstarf við Hönnunarmiðstöð Íslands um samkeppni á komandi hausti. Rætt var um að aðgerðahópurinn myndi gera tillögu um tvo einstaklinga í dómnefnd. Annars vegar sérfræðing um hönnun vörumerkja og hins vegar sérfræðing í jafnréttismálum. Gert er ráð fyrir að hönnunarsamkeppni með öllu innföldu kosti á bilinu 1,5 -2,0 milljónir króna. Stjórnarráðið mun greiða hluta og óska eftir mótframlögum frá þeim aðilum sem eiga sæti í aðgerðahópnum.

3.            Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals: Reglugerð og námskeið fyrir vottunaraðila

Lögð var fram til kynningar lokaútgáfa reglugerðar um jafnlaunavottun. Tekið hefur verið tillit til athugasemda umsagnaðaðila og reglugerðin samþykkt af Staðlaráði Íslands, faggildingarsviði Einkaleyfastofu og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Reglugerðin verður send til birtingar í haust og þá ráðgerir aðgerðarhópurinn að kyna námskeið fyrir vottunaraðila enda kveður reglugerðin á um að vottunaraðilar þurfi að ljúka námskeiði í jafnréttis- og vinnumarkaðsmálum sem þýðingu hafa fyrir vottun í samræmi við kröfur staðalsins. 

Lögð var áhersla á að ljúka við drög að samkomulagi við helstu starfsmenntasjóði vegna vinnustofa við innleiðingu jafnlaunastaðals sem allir aðilar gætu samþykkt samanber lið 3 í fundargerð 17. fundar aðgerðahóps. Einnig er lagt til að skoðað verði að Starfsmennt haldi utan um námskeið fyrir vottunaraðila. 

4.            Rannsóknaverkefni aðgerðahóps um launajafnrétti

Lýsingar rannsóknaverkefna aðgerðahópsins eru tilbúnar. Beðið er eftir ákvörðun um skiptingu fjármuna úr framkvæmdasjóði jafnréttismála en ráðherranefnd um jafnréttismál tekur ákvörðun um fjármögnun verkefna. Sérfræðiteymi um framkvæmd rannsóknaverkefna óskaði eftir nánari upplýsingum um einstaka kostnaðarliði í kostnaðarmati Hagstofunnar vegna launarannsóknarinnar. Í ljós kom að greiða þarf fyrir sérstakt átak í starfaflokkun opinberra starfsmanna sem er nauðsynlegt fyrir framkvæmd rannsóknarinnar. Heildarkostnaður vegna rannsóknarinnar er tæpar átta milljónir. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að greiða kostnað vegna átaksins sem er 2,0 milljónir króna og hefur Hagstofan nú þegar hafist handa. Þegar upplýsingar um fjármögnun stjórnarráðsins liggur fyrir. RGE mun senda þeim aðilum sem eiga fulltrúa í aðgerðahópnum formlegt bréf þar sem óskað verður eftir mótframlagi til rannsóknaverkefnanna. Þá verður gengið frá samstarfssamningum annars vegar við Hagstofu Íslands og hins vegar við Háskóla Íslands um framkvæmd verkefnanna.

5.            Ráðstefnur í Nóvember

Upplýst var að vel gengur að fá fyrirlesara til þátttöku á alþjóðalega ráðstefnu um jafnlaunamál sem haldin verður í samstarfi við norrænt tengslanet um jafnrétti á vinnumarkaði þann 13. nóvember næstkomandi. Dr. Daniela Bankier yfirmaður jafnréttismála hjá ESB hefur samþykkt að vera aðalfyrirlesara og Dr. Malin Wreder framkvæmdastjóri sænsku jafnlaunanefndarinnar mun kynna lokaniðurstöður þeirrar nefndar.

Ný drög dagskrár verða lögð fram á næsta fundi aðgerðahópsins.

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur verður 13. ágúst kl. 14.00-15.45  

Rósa G.Erlingsdóttir

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum