Algengar spurningar

Hvað er starfaflokkun?

Jafnlaunastaðallinn gerir þá kröfu að það fyrirtæki sem hyggst innleiða staðalinn ákvarði viðmið sem lögð skulu til grundvallar flokkunar starfa og í framhaldi af því að flokki öll störf samkvæmt þeim viðmiðum. Þetta er oftast kallað starfaflokkun og er tilgangur hennar að flokka saman sömu eða jafnverðmæt störf. Til eru margar aðferðir við starfaflokkun og er ekki gerð krafa um einhverja eina aðferð. Hins vegar er gerð sú krafa að sömu viðmið séu notuð fyrir öll störf innan fyrirtækisins og að þau séu málefnaleg og viðeigandi. Í viðauka B í staðlinum er að finna leiðbeiningar um flokkun starfa. Starfaflokkunarnámskeið Starfsmenntar er byggt á þeim viðauka. 

Hvað er þar til bær aðili?

Ríkar kröfur eru gerðar til vottunarstofa er hyggjast votta jafnlaunastaðalinn. Reglugerð er kveður á um þær var gefin út á kvennafrídaginn 24. október 2014. Markmiðið er að vottunin samræmist alþjóðlegum kröfum um ferli og framkvæmd vottunar.

Einkaleyfastofa veitir faggildingu á vottun samkvæmt staðlinum. Velferðarráðuneytið skal sjá til þess að reglulega séu haldin námskeið fyrir úttektarmenn í jafnréttis- og vinnumarkaðsmálum sem þýðingu hafa fyrir vottun í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins. Þar skal meðal annars fjallað um lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, vinnurétt, kjarasamninga, launagreiningar og flokkun og mat á verðmæti starfa. Námskeiði lýkur með prófi og útgáfu skírteinis.

Sjá einnig:

Yfirlit um lög

Yfirlit um lög er varða mannréttindi og jafnrétti er að finna á vef Alþingis

 

Yfirlit um reglugerðir

Yfirlit um reglugerðir er varða jafnrétti er er að finna á reglugerd.is

Námskeið

Fræðslusetrinu Starfsmennt hefur verið falið að halda utan um námskeið til að styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals hjá stofnunum og fyrirtækjum.

 

Burt með launamuninn!

Jafnlaunastaðallinn var kynntur á fundi sem haldinn var 24. október 2016.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn