Námskeið

Vinnustofur um Jafnlaunastaðalinn hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt eru ætlaðar þeim sem vilja kynna sér nánar Jafnlaunastaðalinn eða eru að hefja innleiðingu hans.

Um er að ræða fjórar vinnustofur, þrjár klukkustundir hver, þar sem lögð er áhersla á praktíska nálgun og farið í gegnum vinnuskjöl og ýmis verkfæri sem auðvelda innleiðingu staðalsins.

 

Frá undirritun samstarfsyfirlýsingar

Fræðslusetrinu Starfsmennt hefur verið falið að halda utan um námskeið til að styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals hjá stofnunum og fyrirtækjum. Stjórnvöld og aðilar á vinnumarkaði hafa sammælst um það hlutverk setursins og hvatt til samstarfs við fjölmarga fræðslu- og mannauðssjóði, sem munu greiða leið sinna félagsmanna á námskeiðin. Markmiðið er að vinna að auknu launajafnrétti og tryggja að jafnverðmæt störf séu metin eins.

Sjá samstarfsyfirlýsingu stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um fræðslu og ráðgjöf við innleiðingu á jafnlaunastaðli: ÍST85:2012.

Sjá einnig:

Yfirlit um lög

Yfirlit um lög er varða mannréttindi og jafnrétti er að finna á vef Alþingis

 

Yfirlit um reglugerðir

Yfirlit um reglugerðir er varða jafnrétti er er að finna á reglugerd.is

Námskeið

Fræðslusetrinu Starfsmennt hefur verið falið að halda utan um námskeið til að styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals hjá stofnunum og fyrirtækjum.

 

Burt með launamuninn!

Jafnlaunastaðallinn var kynntur á fundi sem haldinn var 24. október 2016.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn