Hoppa yfir valmynd

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Ísland undirritaði samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (CRPD) hinn 30. mars 2007 og fullgilti hann 23. september 2016, sbr. þingsályktun nr. 61 sem samþykkt var á 145. löggjafarþingi.
Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra. Flestar Evrópuþjóðir hafa nú fullgilt hann. Skýrslur Norðurlandaþjóðanna af fullgildingarferlinu eru aðgengilegar hér að neðan.
Alþingi samþykkti hinn 11. júní 2012 framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks til ársins 2014. Á grundvelli hennar leiddi innanríkisráðuneytið vinnu samstarfsnefndar ráðuneyta við að undirbúa fullgildingu samningsins. Ráðuneytin fóru yfir löggjöf hvert á sínu sviði og lögðu til breytingar á lögum til samræmis við ákvæði samningsins. Á grundvelli þeirrar vinnu liggur nú fyrir greining á efnisákvæðum samningsins og samanburður á þeim við þágildandi lög.

Flestar þeirra breytinga hafa þegar verið gerðar en eftir er að breyta lögum um þjónustu við fatlað fólk og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þá er í undirbúningi frumvarp til laga um bann við mismunun. Endurskoðun laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir stendur yfir og drög að frumvarpi til laga um sjálfstæða mannréttindastofnun hafa verið kynnt á vef innanríkisráðuneytis.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira