Hoppa yfir valmynd

Landsáætlun í mannréttindum

Skilvirk landsáætlun krefst umtalsverðs samstarfs milli stjórnvalda og borgarasamfélagsins. Árangursríkur undirbúningur og framkvæmd slíkrar áætlunar þarf að eiga stoð í sterkum stjórnmálalegum vilja, víðtækri samvinnu milli margra ríkisstofnana, stöðugri viðleitni og vinnu að breytingum, nægjanlegum fjárveitingum og stöðugu eftirliti. Það getur verið vandasamt að samhæfa alla þessa þætti en það er áskorun sem stjórnvöld þurfa að takast á við til að landsáætlun skili tilætluðum árangri.
Jafnframt þarf að hafa í huga hlutverk einstakra stjórnmálaflokka og þjóðþingsins í heild sinni þegar kemur að því að þróa landsáætlun. Í því samhengi er mikilvægt að leitað sé eftir breiðri sátt um efni slíkra áætlana og að lögð sé áhersla á samvinnu allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Ríkisstjórnir breytast frá einum tíma til annars en nauðsynlegt er mannréttindi eigi sér vísan stað í stefnumótun stjórnvalda á öllum tímum, þ. á m. landsáætlun um mannréttindi.
Þáverandi innanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um landsáætlun í mannréttindamálum á á 141. löggjafarþingi 2012–2013 en hún var ekki samþykkt. Undirbúningsvinnan vegna þeirra áætlunar hefur þó nýst stjórnvöldum í starfi sínu á þessu sviði.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira