Styrkir til verkefna á sviði lista og menningararfs og stofnstyrkir til íþrótta- og æskulýðsmála
Markmið og áherslur
Veittir eru styrkir til annarra en ríkisaðila þ.e. félaga, samtaka eða einstaklinga vegna verkefna á sem ekki njóta lögbundins stuðnings eða falla undir sjóði eða sérstaka samninga með vísan til reglugerðar um styrkveitingar ráðherra nr. 642/2018.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti veitir styrki til:
-
Lista og menningararfs:
Veittir eru rekstrar- og verkefnastyrkir til félaga, samtaka og annarra aðila sem starfa á sviði lista og að verndun menningarminja sem ekki hafa aðgang að uppbyggingarsjóðum landshluta eða öðrum sjóðum lista og menningararfs. -
Mannvirkja á sviði íþrótta- og æskulýðsmála
Veittir eru stofnstyrkir til að styðja við uppbyggingu, endurnýjun og viðhald íþróttamannvirkja og mannvirkja fyrir æskulýðsstarfsemi í samstarfi við sveitarfélög og fleiri aðila.
Einungis eru veittir styrkir til ofangreindra málaflokka. Ekki eru veittir styrkir til menntamála, vísinda eða annarra þeirra verkefna sem falla undir aðra málaflokka á verkefnasviði ráðuneytisins.
Minnt er á að hafi umsækjandi áður fengið styrk til verkefnis þarf að liggja fyrir greinargerð um framkvæmd þess og ráðstöfun styrkfjárins til að ný umsókn komi til greina eða eins og kveðið er á um í skilmálum vegna fyrri styrkveitinga.
Upplýsingar um mat á umsóknum eru í úthlutunarreglum, 4. gr.
Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins
Aðgangur er veittur á kennitölu einstaklinga og verður lykilorð sent viðkomandi á netfang sem hann gefur upp við nýskráningu. Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna Notandi: Mínar stillingar.
Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði og velja mennta- og menningarmálaráðuneyti á síðunni Eyðublöð.
Umsóknareyðublöð eru opin á meðan umsóknarferli er í gangi.
Auglýst er eftir umsóknum að hausti þegar fjárlagafrumvarp næsta árs liggur fyrir.
Úthlutað er einu sinni á ári og eigi síðar en 31. janúar ár hvert.
Úthlutanir fyrri ára:
2018
Menningarmál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.