Hoppa yfir valmynd

Eftirfylgni og umbótaáætlanir

Menntamálastofnun hefur umsjón með ytra mati á leik- grunn- og framhaldsskólum fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis. Í ytra mati felst að matsaðilar Menntamálastofnunar leggja mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi viðmiðum sem meðal annars byggja á lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Er það gert með skoðun á fyrirliggjandi gögnum um starfsemi skólans, vettvangsheimsóknum matsaðila og viðtölum við börn/nemendur, starfsfólk skóla og foreldra. Niðurstöður ytra mats eru sendar viðkomandi skóla og sveitarstjórn ef við á. 
Eftirfylgni ytra mats er í höndum mennta- og menningarmálaráðuneytis. Ef ytra mat bendir til að þörf sé á umbótum skal sveitarstjórn (þ.e. fyrir leik- og grunnskóla) og skóli senda ráðuneyti umbótaáætlun þar sem fram kemur hvernig brugðist verður við niðurstöðum matsins og jafnframt hvernig fylgja á umbótunum eftir. 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira