Hoppa yfir valmynd

Hvítbók um umbætur í menntun

Hvernig getum við bætt menntun barna okkar?
Gefinn hefur verið út bæklingurinn: Hvernig getum við bætt menntun barna okkar? - Í kjölfar Hvítbókar um umbætur í menntun þar sem meðal annars er greint frá eftirfylgni með áherslum Hvítbókar.

Nýir tímar - kynningarrit um grunnskólamál
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur látið útbúa kynningarrit sem útskýrir helstu breytingar sem eru í gangi í grunnskólum landsins og er gert ráð fyrir að það verði sent rafrænt til foreldra og forráðamanna allra grunnskólanemenda í landinu.

Í ritinu, sem nefnist Nýir tímar – aukin áhersla á hæfni og læsi í grunnskólum, er gerð grein fyrir nýju einkunnakerfi, þjóðarsáttmála um læsi og samræmdum könnunarprófum. Þá er í ritinu útskýrt hvað átt er við með hæfni nemenda og hvernig nýtt einkunnakerfi virkar.


HVÍTBÓK UM UMBÆTUR Í MENNTUN

Sett eru fram tvö meginmarkmið um umbætur í menntun á Íslandi til ársins 2018:
90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri
- 60% nemenda ljúki námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma

Illugi Gunnarsson sagði frá Hvítbókinni um umbætur í menntamálum í hátíðarræðu sem hann flutti á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní.  „ Framtíðarsýn okkar er að ungt fólk á Íslandi hafi sömu möguleika til þess að lifa og starfa í síbreytilegum heimi og jafnaldrar þess í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Til að svo megi verða þarf að veita nemendum á Íslandi tækifæri til menntunar í menntakerfi sem stenst samanburð við það sem best gerist erlendis“.

Sett eru tvö meg­in­mark­mið fyr­ir árið 2018 til þess að ná markmiðunum:
Í fyrsta lagi að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, en hlutfallið er nú 79%. Til að ná þessu markmiði er meðal annars lagt til að hlutur móðurmálskennslu verði aukinn í viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár grunnskóla. Einnig verði mótuð viðmið um þá lestrarkunnáttu sem nemendur eiga að búa yfir á hverju stigi grunnskólans, og að lesskilningur verði mældur reglulega allt frá leikskólastigi til loka grunnskóla.

Í öðru lagi er sett það mark­mið að hlut­fall nem­enda sem ljúka námi úr fram­halds­skóla á til­sett­um tíma hækki úr 44% og upp í 60%. Þessu markmiði verði náð með því að endurskipuleggja námstíma og stytta nám til lokaprófa, draga úr brotthvarfi og breyta skipulagi starfsmenntunar. Lagt er til að nám til stúdentsprófs miðist við þriggja ára námstíma og jafnframt verði unnið að styttingu starfsnáms. Markmiðið er fjölgun nemenda í starfsnámi og koma á markvissu og skilvirku starfsnámi sem höfðar jafnt til yngri sem eldri nemenda. Einnig að efla vinnustaðanám og skapa aðstöðu fyrir alla nemendur til að ljúka sínu námi.

Aðgerðir í kjölfar hvítbókar

Skipulag og markmið

Þrjár áherslur í átt að sama marki: Traust og góð menntun sem leggur grunn að öflugu atvinnulífi og velsæld

Þeir sem hafa náð góðum tökum á læsi:

 • eru mun líklegri til að njóta góðrar heilsu, atvinnu við hæfi, góðra launa og vera virkir þátttakendur í samfélaginu,
 • eiga auðveldara með að standast námskröfur og hverfa síður úr námi af þeim völdum.

Nemendur ljúka frekar námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma ef:

 • þeir hafa næga lestrargetu til að lesa sér til gagns við upphaf náms í framhaldsskóla,
 • vel  er haldið utan um nemendur í brotthvarfshættu í þeim tilgangi að minnka brotthvarf,
 • framhaldsskólanemendur eru studdir til að velja markvisst námsbrautir sem styðja við áætlun þeirra um frekara nám og störf.

Fleiri nemendur útskrifast úr starfsnámi ef:

 • þess er gætt að starfsnámið höfði jafnt til yngri sem eldri nemenda,
 • t engsl atvinnulífs og skóla hvað snertir ábyrgð, samstarf og framkvæmd eru þannig að   nemandi sem skráir sig í starfsnám geti:
  -  gengið að því vísu að hann geti lokið öllum þáttum námsins, þ.a.m. starfsþjálfun,
  -  greint auðveldlega framtíðarmöguleika sína til áframhaldandi náms og starfa.

Í júní 2014 gaf mennta- og menningarmálaráðuneyti út ”Hvítbók um umbætur í menntun” þar sem tilgreind voru meginmarkmið um umbætur í menntun á Íslandi til ársins 2018. Til að fylgja eftir áherslum hvítbókar voru settir á stofn þrír verkefnishópar haustið 2014 og var þeim öllum gert að skila af sér drögum að aðgerðaráætlun í janúar 2015. Verkefnishóparnir störfuðu út frá eftirfarandi markmiðum um:

 1. læsi:  90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri – úr 79% nú.
 2. námstíma:  60% nemenda ljúki námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma — úr 44% nú.
 3. starfsmenntun:  Efla formlegt samráð um starfsmenntun milli ráðuneytis og aðila vinnumarkaðarins

Framtíðarsýn okkar er að ungt fólk á Íslandi hafi sömu möguleika til þess að lifa og starfa í síbreytilegum heimi og jafnaldrar þess í löndum sem við viljum bera okkur saman við.

Til að svo megi verða þarf að veita nemendum á Íslandi tækifæri til menntunar í menntakerfi sem stenst samanburð við það sem best gerist erlendis.

Vinnulag 2014-15

Vinnulag 2014-2015

Eftirfylgni með áherslum hvítbókar

 • Þrír verkefnishópar skipaðir sérfræðingum úr skólakerfinu og atvinnulífinu ásamt verkefnisstjóra unnu drög að aðgerðaráætlun veturinn 2014-15. Allir hóparnir höfðu mikið samráð við hagsmunaaðila.
 • Fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Kennarasambandi Íslands, Samtökum iðnaðarins, Samtökum atvinnulífsins, Skólameistarafélagi Íslands og Menntavísindasviði Háskóla Íslands fóru yfir aðgerðardrögin og gáfu umsagnir
 • Áætlun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um næstu skref voru kynnt ráðgjafahópi ráðherra í maí 2015 en í honum sitja formaður Alþýðusambands Íslands, formaður Bandalags háskólamanna, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, formaður Samtaka iðnaðarins, formaður Kennarasambands Íslands, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, rektor Háskóla Íslands og rektor Háskólans í Reykjavík.

Hlustað eftir röddum nemenda, aðstandenda, skóla og atvinnulífs!

Fyrri hluta ársins 2014 hélt mennta- og menningarmálaráðherra 32 borgarafundi um allt land. Þar mættu hátt í 1.500 manns sem tóku þátt í líflegum og fræðandi umræðum um viðfangsefni hvítbókarinnar. Verkefnahóparnir þrír áttu fjölmarga fundi með öllum hagsmunaaðilum.

 • 150 manns komu að vinnu um læsi
 • 100 manns komu að vinnu um starfsmenntun
 • 75 manns komu að vinnu um námstíma

Fulltrúar þessara aðila mættu á  ýmsa samráðsfundi verkefnahópa

 • Alþýðusamband Íslands,
 • Atvinnurekendur, s.s. Hótel Nordica og Landspítalinn,
 • Atvinnumálaráðuneyti,
 • Bandalag starfsmanna ríkis og bæjar,
 • Efling stéttarfélag,
 • Félag framhaldsskólakennara,
 • Félag náms- og starfsráðgjafa,
 • Fræðslumiðstöð atvinnulífsins,
 • Háskólinn á Akureyri,
 • Háskóli Íslands,
 • Háskólinn í Reykjavík ,
 • Heimili og skóli,
 • Iðan,
 • Kennarasamband Íslands,
 • Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís,
 • Samband íslenskra sveitarfélaga,
 • Samband iðnfélaga, Samiðn,
 • Samtök atvinnulífsins,
 • Samtök iðnaðarins,
 • Samtök ferðaþjónustunnar
 • Samband íslenskra framhaldsskólanemenda,
 • Skólameistarafélag Íslands.,
 • Þrettán mismunandi starfsgreinaráð,
 • Velferðarráðuneytið,
 • og fleiri

Verkefnisstjórn

Í verkefnisstjórn sátu  Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti, formaður,  Arnór Guðmundsson forstöðumaður Námsgagna- og Námsmatstofnunar, Hellen Gunnarsdóttir skrifstofustjóri og Björg Pétursdóttir deildarstjóri í vísinda- og menntaskrifstofu ráðuneytisins, sem samhæfði vinnu verkefnishópanna. Verkefnisstjórar verkefnishópanna sátu fundi verkefnisstjórnar. Auk þess komu að vinnunni aðrir starfsmenn ráðuneytisins, Stefán Baldursson skrifstofustjóri mats- og greiningarsviðs, deildarstjórarnir Stefán Stefánsson og Sigríður Lára Ásbergsdóttir auk Leifs Eysteinssonar gæðastjóra.

Samráðshópur

Í nóvember 2014 skipaði mennta- og menningarmálaráðuneyti fulltrúa sjö hagsmunaaðila til að starfa með verkefnisstjórn ráðuneytisins. Samkvæmt skipunarbréfinu var hópnum ætlað að veita ráðgjöf og rýna tillögur um aðgerðir sem gerðar hafa verið af verkefnishópunum um eflingu læsis,  endurskipulagningu námstíma á framhaldsskólastigi og umbætur í starfsmenntun.  Í samráðshópnum voru:

 • Aðalheiður Steingrímsdóttir tilnefnd af Kennarasambandi Íslands,
 • Finnbjörn A. Hermannsson tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands,
 • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir tilnefnd af Samtökum iðnaðarins,
 • Steinn Jóhannsson tilnefndur af Skólameistarafélagi Íslands,
 • Svandís Ingimundardóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, varamenn Klara E. Finnbogadóttir og Guðjón Bragason,
 • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins,
 • Jón Torfi Jónasson tilnefndur af Háskóla Íslands, Menntavísindasviði, varamaður Anna Kristín Sigurðardóttir.

Ráðgjafarhópur

Í tengslum við verkefnið ákvað mennta- og menningarmálaráðherra að setja á laggirnar sérstakan ráðgjafarhóp um umbætur í menntun sem yrði vettvangur umræðu um stefnu í málaflokknum á breiðum grunni. Fyrsta viðfangsefni á þessum vettvangi tengist markmiðum um námsframvindu, læsi og starfsnám. Í nóvember 2014 skipaði mennta- og menningarmálaráðuneyti fulltrúa níu hagsmunaaðila í hópinn en auk þeirra sitja ráðherra og ráðuneytisstjóri í hópnum:

 • Ari Kristinn Jónsson tilnefndur af Háskólanum í Reykjavík,
 • Elín Björg Jónsdóttir tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja,
 • Guðlaug Kristjánsdóttir tilnefnd af Bandalagi háskólamanna,
 • Guðrún Hafsteinsdóttir tilnefnd af Samtökum iðnaðarins,
 • Gylfi Arnbjörnsson tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands,
 • Kristín Ingólfsdóttir tilnefnd af Háskóla Íslands,
 • Halldór Halldórsson tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
 • Þorsteinn Víglundsson tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins og
 • Þórður Hjaltested tilnefndur af Kennarasambandi Íslands.

Læsi

Aðgerðaráætlun mennta- og menningarmálaráðuneytis til fimm ára

 • Ákvörðun um árangur í læsi - Þjóðarsáttmáli um læsi
  Haustið 2015 verður unnið að undirskrift sáttmála milli sveitarfélaga og ráðherra þar sem kveðið er á um framlag ríkis í formi leiðsagnar og stuðnings, og skýrrar markmiðsetningar sveitarfélaga um árangur í læsi og ákvörðun um eftirfylgd.
 • Efla ráðgjöf, stuðning og starfsþróun 
  Menntamálastofnun mun ráða ráðgjafateymi í lestrarmálum sumarið 2015. Teyminu er ætlað að vera stuðningur fyrir skóla og sveitarfélög um land allt. Þeir fá þjálfun og leiðsögn frá erlendum og innlendum fræðimönnum, halda námskeið og leiðbeina skólastjórnendum, kennurum og öðru grunnskólafólki. Jafnframt munu þeir sinna leikskólastiginu eins og kostur er. Leiðsögn þeirra tengist m.a. því að styðja við notkun skimunarprófa og meðferð gagna er tengjast þeim. Þeir haldi einnig úti heimasíðu með upplýsingum og tillögum. Markmiðið er að á fimm ára tímabili breytist átakið í getu og framkvæmd til framtíðar í markvissri þjálfun og árangri í læsi í hverju sveitarfélagi.
 • Leggja áherslu á læsi á öllum skólastigum
  Menntamálastofnun hefur verið falið að gera tillögu um útfærslu og framkvæmd skimunarprófa fyrir læsi í grunnskóla og breytingar á inntaki samræmdra prófa á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi þannig að þau myndi heild sem sé í takt við markmið samræmdra prófa og styðji við skimun fyrir læsi og stærðfræði. Lögð er áhersla á að hægt verði að leggja fyrstu skimunarprófin fyrir á skólaárinu 2015-16.

  Jafnframt hefur Menntamálastofnun verið falið að skoða forsendur þess að leggja mat á hæfni sem liggur til grundvallar lestrarnámi 5 ára nemenda og gera tillögur um málið til ráðuneytisins.
 • Aukið samstarf við foreldra og auka áhuga á læsi
  Ráðuneytið ráðgerir að semja sérstaklega við Landssamtökin Heimili og skóli um aðkomu þeirra að því að virkja foreldra. Jafnframt hafa Lions samtökin lýst sig reiðubúin að vinna að stuðningi við lestur nemenda með íslensku sem annað tungumál. 

Tillögur um aðgerðir frá verkefnishópi hvítbókar um læsi

Ákvörðun

 • Taka ákvörðun um árangur í lestri.
 • Sveitarfélög setji 90% markmið um læsi og fylgi því markvisst eftir.
 • Tillögur um fjórar aðgerðir er lúta að ákvörðun um árangur í læsi, árangur og mat, viðmið og viðbragðsáætlanir, samstarf og skilning á mikilvægi læsis.

Stuðningur

 • Efla ráðgjöf, stuðning og starfsþjálfun kennara.
 • Stuðningur verði veittur til að ná markmiðum um læsi í hverju sveitarfélaga.
 • Tillögur um þrjár aðgerðir er lúta að ráðgjöf, stuðningi og starfsþjálfun, heimasíðu  og skimun í lestri.

Læsi

 • Leggja áherslu á læsi á öllum skólastigum.
 • Öllum börnum verði veitt aukin tækifæri til að ná árangri í lestri.
 • Tillögur um sex aðgerðir sem lúta að snemmtækri íhlutun, raunprófuðum aðferðum, að allir kennarar skilgreini sig sem (lestrarkennara?) læsiskennara, aðgengi að lesefni við hæfi, kennaramenntunarstofnunum og hlutverki stjórnenda, og starfsþróun kennara vegna (lestrarkennslu?) læsis.

Samstarf

 • Efla samstarf við foreldra og auka áhuga á lestri.
 • Foreldrar taki virkan þátt í lesþjálfun barna sinna, þeir eru mikilvægasta fyrirmyndin.
 • Tillögur um þrjár aðgerðir sem lúta að því að foreldrar lesi fyrir börn sín og hlusti af athygli á þau lesa, lesefni og áhuga á lestri, fjölmiðlum og kynningum á lesefni.

Verkefnishópur um læsi

Í september 2014 var Guðfinna S. Bjarnadóttir ráðin verkefnisstjóri yfir verkefnishóp um læsi. Í honum sátu: Ásdís Hallgrímsdóttir kennari við Ölduselsskóla, Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri við Grunnskóla Seltjarnarness, Gunnar Gíslason, þáverandi fræðslustjóri á Akureyri, Freyja Birgisdóttir dósent við Háskóla Íslands, Ingvi Hrannar Ómarsson kennari, frumkvöðull og tækniþjálfari á Sauðárkróki, Vilhjálmur Kristjánsson Ráðgjafi LC ráðgjöf og Guðni Olgeirsson sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Auk þeirra naut hópurinn sérstakrar aðstoðar Almars M. Halldórssonar sérfræðings á Námsmatstofnun og Svanhildar Kr. Sverrisdóttur sérfræðings í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Lögð var áhersla á að í vinnunni hefði hópurinn mikið samráð við hagsmunaaðila. Hópurinn lauk störfum í mars 2015.

Verkefnishópur um læsi skilaði af sér fyrstu drögum að aðgerðaráætlun til verkefnisstjórnar í janúar 2015. Í febrúar fékk samráðshópurinn drögin til umsagnar. Samráðshópurinn hélt lokafund um læsi þann 26. mars og í kjölfarið lá fyrir skilagrein hópsins.

Hlekkir á gögn

 1. Aðgerðaráætlun um eflingu læsis
 2. Fjárhagsáætlun og tímalína
 3. Aðgerðaráætlun: Tillögur verkefnahóps
 4. Skilagrein samráðshóps um læsi  
 5. Umsögn Alþýðusambands Íslands um læsi, starfsmenntun og námstíma 
 6. Umsögn Kennarasambands Íslands um þriðju drög að aðgerðaáætlun um læsi
 7. Umsögn Kennarasambands Íslands um fyrstu drög að aðgerðaáætlun um læsi
 8. Umsögn Kennarasambands Íslands um lokatillögur verkefnahóps um læsi 
 9. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðgerðaáætlun um læsi
 10. Umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins um læsi, starfsmenntun og námstíma
 11. Umsögn Skólameistarafélags Íslands og Félags íslenskra framhaldsskóla um læsi, námstíma og starfsmenntun
 12. Athugasemdir rýnihóps frá Háskólanum á Akureyri við tillögur vinnuhóps um læsi
 13. Fundargerðir verkefnisstjórnar um læsi

Námstími

Aðgerðaráætlun mennta- og menningarmálaráðuneytis til þriggja ára

Minnka brotthvarf nemenda úr námi
Ráðuneytið hefur ákveðið setja á laggirnar átak til þriggja ára. Átakið felur í sér nokkra liði:

 • Menntamálastofnun verður falið að sjá til þess að næstu þrjú árin verði skimun lögð fyrir nýnema allra framhaldsskóla til að kortleggja hvers konar áhættuþættir einkenna nemendahóp viðkomandi skóla. Jafnframt er stofnuninni ætlað að birta upplýsingar og gögn sem nýtast skólunum til að velja aðgerðir sem henta mismunandi áhættuþáttum.
 • Til að minnka brotthvarf verður öllum framhaldsskólum falið að gera aðgerðaráætlanir sem byggjast  á niðurstöðum skimunar.
 • Skólum mun gefast kostur á styrkjum til aðgerða sem taka mið af aðgerðaráætlun og skimunarniðurstöðum.
 • Menntamálastofnun verður falið að athuga hvort og þá hvernig hægt er að skima fyrir brotthvarfi á grunnskólastigi.

Skipulag stúdentsnámsbrauta miðist við þriggja ára námstíma að jafnaði
Haustið 2015 munu 27 af 30 framhaldsskólum bjóða upp á þriggja ára stúdentsprófsbrautir. Hinir þrír skólarnir stefna á að bjóða upp á þannig námsbrautir frá og með haustinu 2016.

Tillögur um aðgerðir frá verkefnishópi hvítbókar um námstíma

Sveigjanleiki

 • Auka sveigjanleika milli skólastiga til að auðvelda flæði nemenda og skapa þeim meira hvetjandi námsumhverfi.
 • Tillögur um þrjáraðgerðir sem tengjast samræmdum prófum, námi á tveimur skólastigum samtímis og endurtekningu námsefnis.

Skuldbinding

 • Auka skuldbindingu þeirra sem koma að skólastarfi en þó fyrst og fremst nemenda.
 • Tillögur um fimm aðgerðir sem tengjast umsjón með nemendum, kennsluháttum og námsmati, félagslífi nemenda, forráðamönnum og rafrænum námsgögnum.

Brotthvarf

 • Minnka brotthvarf nemenda frá námi.
 • Tillögur um fimm aðgerðir sem tengjast greiningu nemenda í brotthvarfshættu (skimun), skipulagðri vinnu með nemendur í brotthvarfshættu, sérstakan stuðning (fjárveitingar), eftirfylgni og velferðarþjónustu.

Ráðgjöf

 • Auka ráðgjöf og upplýsingaflæði um námsframboð og þjónustu, fyrir nemendur, forráðamenn og almenning.
 • Tillögur um fjórar aðgerðir sem tengjast náms- og starfsráðgjöf, upplýsingagátt, námi við hæfi og fjarnámi.

Verkefnishópur um námstíma

Í september 2014 var Ársæll Guðmundsson skipaður verkefnisstjóri yfir verkefnishóp um námstíma. Í honum sátu: Ásdís Arnalds kennari í Kvennaskólanum í Reykjavík, Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, (Kristjana) Stella Blöndal lektor við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, Þorkell Diego aðstoðarskólameistari Verslunarskóla Íslands og Ólafur Sigurðsson,deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Lögð var áhersla á að hópurinn hefði mikið samráð við hagsmunaaðila. Hópurinn lauk störfum í mars 2015.

Verkefnishópur um námstíma skilaði af sér fyrstu drögum að aðgerðaráætlun til verkefnisstjórnar í febrúar 2015. Í sama mánuði fékk samráðshópurinn drögin til umsagnar. Samráðshópur hélt lokafund um námstíma þann 4. maí og í kjölfarið lá fyrir skilagrein hópsins.

Hlekkir á gögn

 1. Tillögur: Úrvinnsla námstími 
 2. Aðgerðaráætlun: Tillögur verkefnahóps
 3. Skilagrein samráðshóps um námstíma 
 4. Umsögn Alþýðusambands Íslands um læsi, starfsmenntun og námstíma
 5. Umsögn Kennarasambands Íslands um fyrstu drög að aðgerðaáætlun um námstíma
 6. Umsögn Kennarasambands Íslands um lokagerð aðgerðaáætlunar um námstíma
 7. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðgerðaráætlun um námstíma
 8. Umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins um læsi, starfsmenntun og námstíma            
 9. Umsögn Skólameistarafélags Íslands og Félags íslenskra framhaldsskóla um læsi, námstíma og starfsmenntun

Starfsmenntun

Aðgerðaráætlun mennta- og menningarmálaráðuneytis til fjögurra ára

 • Koma á markvissu og skilvirku starfsnámi sem höfðar jafnt til yngri sem eldri nemenda.Efla vinnustaðanám og skapa aðstöðu fyrir alla nemendur til að ljúka sínu námi.
  Ráðuneytið mun beita sér fyrir því að árin 2015-2019 verði unnið að endurskoðun alls starfsnáms með því markmiði að:
  -  formgera tengsl atvinnulífs og skóla um ábyrgð, samstarf og framkvæmd,
  -  endurskoða starfsnámsbrautarlýsingar með tilliti til innihalds og framkvæmdar s.s.    víxlverkunar og styttingar,
  -  innleiða ferilbækur fyrir námið í heild sinni,
  -  námið sé betur tengt atvinnulífi landsins.
  Vinna er þegar hafin að því að formgera samvinnu atvinnulífs og skóla og getur því komið framkvæmda  árinu 2015.
 • Byggja upp fagháskólastig til framtíðar. 
  Ráðuneytið undirbýr skipun vinnuhóps sem á að athuga möguleika á stofnun fagháskólastigs og gera tillögur um næstu skref.
 • Koma á skilvirkri stjórnsýslu starfsmenntamála
  Endurskoðað verður hlutverk, verklag og virkni starfsgreinaráða. Jafnframt verða skipaðir tilfallandi hópar um einstök mál um stjórnsýslu og úrvinnslu á málum sem koma upp í samvinnu atvinnulífs og skóla.
 • Fjölga nemendum sem velja starfsnám á framhaldsskólastigi og ljúka því.
  Menntamálastofnun hefur verið falið að veita stórauknar upplýsingar um innihald og tölfræði náms og námstilboða. Tillögur um aðgerðir um kennaramenntun, starfsþróun kennara og náms- og starfsráðgjöf verða gerðar undir forystu ráðuneytisins.

Tillögur um aðgerðir frá verkefnishópi hvítbókar um starfsmenntun

Skilvirkni                       

 • Koma á markvissu og skilvirku starfsnámi sem höfðar jafnt til yngri sem eldri nemenda.
 • Tillögur um níu aðgerðir er lúta að ábyrgð gagnvart starfsnámsnemendum, breiðu grunnnámi, inn- og útgönguleiðum, ferilbókum,  víxlverkun, íslenskum hæfniramma, hæfnikröfum, aðgangsstýringum og menntaklösum.

Vinnustaðanám            

 • Efla vinnustaðanám og skapa aðstöðu fyrir alla nemendur til að ljúka sínu námi.
 • Tillögur um sex aðgerðir sem lúta að opnum vinnustaðasamningum, ferilbókum, þjálfun leiðbeinenda á vinnustöðum, vinnustaðanámssjóði, vinnustaðaleið og tengiliði milli skóla og vinnustaða.

Fagháskólastig              

 • Byggja upp fagháskólastig til framtíðar.             
 • Tillögur umtvær aðgerðir er lúta að kortlagningu á núverandi námsleiðum og að skipa nefnd til að skilgreina fagháskólastigið.

Skilvirk stjórnsýsla       

 • Koma á skilvirkri stjórnsýslu starfsmenntamála.
 • Tillögur um tíu aðgerðir sem lúta að ráðuneytinu, starfsgreinaráðum, nemaleyfisnefndum, sveinsprófsnefndum, miðlægri upplýsingaveitu, reglulegum úttektum og gæðakerfi, hlutverki þjónustuaðila auk þess að koma á stefnumótandi nefnd.

Fleiri nemendur      

 • Fjölga nemendum sem velja starfsnám á framhaldsskólastigi og ljúka því.
 • Tillögur um fimm aðgerðir um uppbyggingu stuðningsnets  nemenda, að auka kynningu á starfsnámi og að efla hlutverk náms- og starfsráðgjafa.

Verkefnishópur um starfsmenntun

Í september 2014 var Guðrún Ragnarsdóttir skipuð verkefnisstjóri yfir verkefnishóp um starfsmenntun. Í honum sátu: Elsa Eiríksdóttir lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands, Helen Gray forstöðumaður starfsmenntadeildar Iðunnar fræðsluseturs,  Kristján Ásmundsson skólameistari Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum, Svava Þorkelsdóttir formaður starfsgreinaráðs heilbrigðis- og félagsgreina og Ólafur Grétar Kristjánsson deildarsérfræðingur  í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Lögð var áhersla á að í vinnunni hefði hópurinn mikið samráð við hagsmunaaðila. Hópurinn lauk störfum í mars 2015. Verkefnishópurinn skilaði af sér fyrstu drögum að aðgerðaráætlun til verkefnisstjórnar í janúar 2015. Í febrúar fékk samráðshópurinn drögin til umsagnar. Samráðshópur hélt lokafund um starfsmenntun þann 15. apríl og kjölfarið lá fyrir skilagrein hópsins.

Hlekkir á gögn

 1. Úrvinnsla og tillögur um starfsmenntun 
 2. Aðgerðaráætlun um starfsmenntun 
 3. Skilagrein samráðshóps um starfsmenntun
 4. Umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins um önnur drög að aðgerðaáætlunar um starfsmenntun
 5. Umsögn Alþýðusamsambands Íslands
 6. Umsögn Kennarasamabands Íslands um fyrstu drög aðgerðaáætlunar um starfsmenntun
 7. Umsögn Kennarasamabands Íslands um önnur drög aðgerðaáætlunar um starfsmenntun
 8. Umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins um fyrstu drög að aðgerðaáætlunar um starfsmenntun
 9. Umsögn Skólameistarafélags Íslands og Félags íslenskra framhaldsskóla um læsi, námstíma og starfsmenntun

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira