Hoppa yfir valmynd

Spurt og svarað: skólastarf og COVID-19

Uppfært 16. nóvember 2021

| Polski | English|


Hér er leitast við að svara algengum spurningum um skólastarf og COVID-19.
Síða þessi er uppfærð eins ört og kostur er.  

Hvert á að beina fyrirspurnum um skólastarf og COVID-19?

Skólastjórnendur veita upplýsingar um fyrirkomulag kennslu og sóttvarnir í hverjum skóla. Almennum fyrirspurnum um sóttvarnaráðstafanir í leik- og grunnskólum og viðmið í ljósi COVID-19 má beina á netfangið [email protected] sem hefur milligöngu um að koma þeim til viðeigandi yfirvalda sem sjá um að svara þeim. Fyrirspurnum um starf framhalds- og háskóla og framhaldsfræðslu skal beint til mennta- og menningarmálaráðuneytisins gegnum netfangið [email protected].

Leikskólar

• Leikskólabörn eru undanskilin fjöldatakmörkunum, 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu. Starfsfólk skóla þurfa ekki að vera með grímur í samskiptum við nemendur. Starfsfólki ber að gæta að 1 metra fjarlægðarreglu sín í milli, ellegar nota grímu.

• Samanlagður hámarksfjöldi þeirra sem fæddir eru 2015 og fyrr er 50 í rými.

• Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk en starfsfólk skal gæta fyllstu varúðar og virða nálægðarmörk eftir því sem frekast er unnt.

• Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi sýni aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæti að sóttvörnum.

• Við aðlögun barna skal viðvera foreldra skipulögð þannig að þeir þurfi sem minnst að nota hreinlætis- og mataraðstöðu í skólabyggingum og skulu þeir gæta að nálægðartakmörkun jafnt sín á milli og gagnvart starfsfólki. Einungis eitt foreldri skal fylgja barni í aðlögun og skal það vera sama foreldrið allan tímann.

• Um viðburði á vegum leikskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir, og 50 manna fjöldatakmörkun fólks sem fætt er 2015 og fyrr.


Grunnskólar

• Grunnskólabörnum er heimilt að víkja frá 1 metra fjarlægðarreglu þar sem henni verður ekki viðkomið. Grunnskólabörn eru undanskilin grímuskyldu en þau eru hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna.

• Starfsfólk skóla þarf ekki að vera með grímur í samskiptum við nemendur en þeim ber að gæta að 1 metra fjarlægðarreglu sín í milli, ellegar nota grímu. Kennarar mega taka niður grímu eftir að sest er niður í skólastofum.

• Samanlagður hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í innanhúsrýmum er 50 . Gangar teljast ekki til rýmis í þessu samhengi (inngangar eða gangar milli skólastofa).

• Blöndun hópa er heimil hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk en starfsfólk skal gæta fyllstu varúðar og virða nálægðarmörk eftir því sem frekast er unnt.

• Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar, gæta að sóttvörnum og 1 metra fjarlægðarreglu og nota grímu sé ekki hægt að uppfylla hana.

• Grunnskólum er heimilt að halda skemmtanir fyrir allt að 500 gesti að því gefnu að gestir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klst. Slíkar skemmtanir eru undanþegnar nálægðartakmörkun og grímuskyldu en skrá skal alla gesti með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skrána skal varðveita í tvær vikur og henni eytt að þeim tíma liðnum.

Tónlistarskólar

• Sóttvarnir í tónlistarskólum taka mið af þeim sóttvarnaráðstöðvunum sem gilda á skólastigi viðkomandi nemendahópa.

• Starfsfólk tónlistarskóla þarf ekki að vera með grímur í samskiptum við nemendur en þeim ber að gæta að 1 metra fjarlægðarreglu sín í milli, ellegar nota grímu. Kennarar mega taka niður grímu eftir að sest er niður í skólastofum.

• Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 50 í rými. Gangar teljast ekki til rýmis í þessu samhengi (inngangar eða gangar milli skólastofa).

• Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk.

• Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabygginga, gæta að sóttvörnum og 1 metra fjarlægðarreglu og nota grímu sé ekki hægt að uppfylla hana.

• Tónlistarskólum er heimilt að halda skemmtanir fyrir allt að 500 gesti að því gefnu að gestir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klst. Slíkar skemmtanir eru undanþegnar nálægðartakmörkun og grímuskyldu en skrá skal alla gesti með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skrána skal varðveita í tvær vikur og henni eytt að þeim tíma liðnum.

Framhaldsskólar

• Nemendur og starfsfólk í framhaldsskólum þurfa að virða 1 metra nándarreglu, ellegar nota grímu. Þrátt fyrir það mega nemendur og kennarar taka niður grímu eftir að sest er niður í kennslustofu þótt ekki sé hægt að viðhafa 1 metra nálægðarreglu. Verklegt nám sem kallar á nálægð nemenda og kennara er heimilt séu grímur notaðar og eftir atvikum annar sóttvarnabúnaður.

• Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 50 í rými. Gangar teljast ekki til rýmis í þessu samhengi (inngangar eða gangar milli skólastofa).

• Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Umraða má í hópum milli kennslutíma og lesaðstöðu en mælst er til að sótthreinsað verði milli hópa.

• Framhaldsskólum er heimilt að halda skemmtanir fyrir allt að 500 gesti að því gefnu að gestir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klst. Slíkar skemmtanir eru undanþegnar nálægðartakmörkun og grímuskyldu en skrá skal alla gesti með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skrána skal varðveita í tvær vikur og henni eytt að þeim tíma liðnum.

Háskólar


• Nemendur og starfsfólk þurfa að virða 1 metra nándarreglu, ellegar nota grímu. Verklegt nám sem kallar á nálægð nemenda og kennara er heimilt séu grímur notaðar og eftir atvikum annar sóttvarnabúnaður.

• Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 50 í rými. Gangar teljast ekki til rýmis í þessu samhengi (inngangar eða gangar milli skólastofa).

• Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Umraða má í hópum milli kennslutíma og lesaðstöðu en mælst er til að sótthreinsað verði milli hópa.

• Heimilt er að halda viðburði á vegum skóla eða nemendafélaga fyrir allt að 500 manns, enda séu öll eftirfarandi skilyrði uppfyllt:
1. Allir gestir fæddir 2015 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klst.
2. Að viðhöfð sé 1 metra nálægðarregla nema þegar gestir eru sitjandi.
3. Allir gestir séu skráðir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Séu gestir í föstum sætum skulu þeir skráðir í sæti. Skrána skal varðveita í tvær vikur og henni eytt að þeim tíma liðnum.
4. Allir gestir noti andlitsgrímu þar sem ekki er unnt að viðhafa 1 metra nálægðarreglu


Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira