Hoppa yfir valmynd

Viðurkenning á námi

Einstaklingar sem stundað hafa nám erlendis eiga þess kost að fá nám sitt metið á Íslandi. Ef óskað er eftir viðurkenningu vegna fyrirætlana um frekara nám er beiðni um viðurkenningu beint til viðtökuskóla eða til ENIC/NARIC upplýsingaskrifstofu Háskóla Íslands (e. akademísk viðurkenning).

enic-naric

Háskóli Íslands starfrækir ENIC/NARIC-skrifstofu á grundvelli samnings við mennta- og barnamálaráðuneytið. ENIC/NARIC-skrifstofan fæst við akademískt mat á námi (e. academic recognition).

Viðurkenning til starfsréttinda

Ef ætlunin er að afla viðurkenningar til starfsréttinda á sviði lögverndaðrar starfsgreinar er hægt að snúa sér til lögbærs stjórnvalds með umsókn um viðurkenningu. Frekari upplýsingar er að finna á vef Europass á Íslandi.

EuropassRannís starfrækir Europass-skrifstofu á grundvelli samnings við mennta- og barnamálaráðuneytið. Europass þjónar þeim tilgangi að auðvelda fólki að koma á framfæri þekkingu sinni og hæfni og að gera prófskírteini læsilegri og skiljanlegri. Á vef Europass eru frekari upplýsingar um viðurkenningu á námi til starfsréttinda.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira