Hoppa yfir valmynd

Ágreiningur vegna kaupa á vörum og þjónustu

Helsta úrræði neytenda til að leysa úr einkaréttarlegum ágreiningi utan dómstóla er að skjóta málum sínum til sérhæfra úrskurðarnefnda. Nokkrar slíkar nefndir eru starfræktar. Málsmeðferð fyrir þeim er mjög ódýr og felur yfirleitt í sér smávægilegt málsskotsgjald sem er endurgreitt að hluta eða í heild ef kvörtun er tekin til greina.

Af lögbundnum nefndum er kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa sú nefnd sem hægt er að skjóta til málum sem falla undir gildissvið laga um lausafjárkaup, laga um þjónustukaup og laga um neytendakaup.

Einnig eru starfræktar svokallaðar frjálsar úrskurðarnefndir sem Neytendasamtökin hafa komið á fót í samvinnu við aðila atvinnulífsins. Eru þær sex talsins og má sjá umfjöllun um þær á vefsvæði Neytendasamtakanna. Eru þetta nefndir sem fjalla um ágreining um vátryggingar, fjármálamarmarkaði, efnalaugar og þvottahús, ferðalög, þjónustu iðnaðarmanna og tannlækningar,.

Sjá einnig:

Lagagrunnur

Tillaga til þingsályktunar

Neytendastofa

Neytendastofa er ein þeirra eftirlitsstofnana sem hafa eftirlit með viðskiptalífinu og  lögum frá Alþingi sem sett eru vegna öryggis og réttinda neytenda.

Neytendasamtökin

Neytendasamtökin vinna að réttindum neytenda á marga vegu.

Gagnlegir tenglar

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira