Fjárföng: Félag um minni fjárfestingar stofnana
Fjárföng ehf. er félag í eigu ríkisins sem tók til starfa á seinni hluta 2021. Félaginu er ætlað að fjármagna stofnkostnað viðaminni fjárfestinga stofnana í A-hluta sem styðja við umbætur og hagræðingu í ríkisrekstri. Félagið starfar á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra skv. lögum um opinber fjármál.
Stofnanir hins opinbera þurfa að hafa getu til þess að bregðast við breytingum og nýjungum í starfsemi sinni svo þær standi undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar. Með tilkomu Fjárfanga er svarað þörf fyrir greiðara aðgengi ríkisaðila að fjárfestingu í umbótum og hagræðingu. Ríkisaðilar endurgreiða félaginu fjárfestinguna með því að greiða hæfilega leigu yfir tiltekið tímabil sem skal standa undir stofnkostnaði við fjárfestinguna, fjármagnskostnaði félagsins við verkefnið ásamt afskriftum og öðrum tilfallandi kostnaði.
Fyrirspurnum varðandi félagið skal beina á [email protected]
Hvert er hlutverk Fjárfanga?
Hlutverk félagsins er að fjármagna stofnkostnað viðaminni fjárfestinga hjá A-hluta stofnunum og ráðuneytum sem styðja við umbætur og hagræðingu í ríkisrekstri.
Hvert er fyrirkomulagið?
Fjárföng geta fjármagnað fjárfestingu ríkisaðila í umbótaverkefnum að uppfylltum skilyrðum. Ríkisaðilar greiða svo hæfilega leigu yfir tiltekið tímabil sem skal standa undir stofnkostnaði við fjárfestinguna, fjármagnskostnaði félagsins við verkefnið ásamt afskriftum og öðrum tilfallandi kostnaði. Í lok leigutímabilsins færist eignin alfarið yfir á leigutakann á bókfærðu hrakvirði.
Hver geta sótt um?
Allar stofnanir sem tilheyra A-hluta samkvæmt ríkisreikningi og ráðuneyti.
Hvaða verkefni er hægt að sækja um?
Viðaminni fjárfestingaverkefni sem styðja við umbætur og hagræðingu í ríkisrekstri geta komið til álita sem fjárfestingarverkefni. Dæmi um slík verkefni eru græn orkuskipti, fjárfesting í stafrænum ferlum sem leiðir til hagræðingar eða sjálfvirknivæðingar, tækjakaup sem standa undir leigugreiðslum o.fl Áhersla er lögð á að stofnanir sem sækja um standi skil á leigugreiðslum af sínu hefðbundna rekstrarframlagi, því þurfa umbótaverkefnin í raun að standa undir sér til lengri tíma litið í rekstri stofnananna.
Hvaða verkefni er ekki hægt að sækja um fyrir?
Stærri fjárfestingar (húsbyggingar, vegagerð o.fl.) eiga ekki heima í þessu ferli. Þá eru fjárfestingar sem þegar eru í fjármálaáætlun eða með sértækar fjárfestingarheimildir ekki tækar. Litið er til þess að ríkisaðilum ber að sýna fram á getu sína til að standa undir leigugreiðslum af núverandi rekstrarframlagi, ekki verður hægt að sækja um viðbótarrekstrarframlag til að borga leigu af fjárfestingunni.
Hvernig sækir stofnun um?
Sótt er um hér á síðunni. Unnið er úr umsóknum um leið og þær berast og haft verður samband við tengilið stofnunar.
Hvernig eru umsóknir afgreiddar?
Stjórn Fjárfanga afgreiðir umsóknir skv. verklagsreglum. Áhersla er lögð á verkefni sem styðja við umbætur í ríkisrekstri, s.s. stafrænar umbreytingar, orkuskipti bílaflota og skyld verkefni.
STARFSREGLUR FYRIR STJÓRN
Fjárföng ehf.
1. gr. Almennt
1.1. | Starfsreglur þessar eru settar í samræmi við ákvæði laga nr. 2/1995 um hlutafélög og samþykktir félagsins. |
1.2. |
Stjórn Fjárfanga ehf, hér eftir nefnt félagið, er skipuð þremur einstaklingum og einum til vara, til eins árs í senn. |
1.3. | Allir stjórnarmenn og varamaður skulu fá eintak af starfsreglum þessum er þeir taka sæti i stjórn félagsins ásamt samþykktum félagsins, verklagsreglur Fjárfanga sem og eigendastefnu ríkisins. Starfsreglur stjórnar skulu að jafnaði teknar fyrir á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar og fjallað um breytingar sem stjórnin telur rétt að gera. Stjórnarmenn skulu staðfesta starfsreglur með undirritun sinni. |
2. gr. Skipting starfa
2.1. | Að loknum þeim aðalfundi sem stjórnina kýs skal hún eins fljótt og auðið er koma saman til fundar og kjósa sér formann og ákvarða verkaskiptingu. Varamaður situr alla fundi stjórnar. |
2.2. | Stjórn getur í sérstökum tilvikum falið einstökum stjórnarmönnum tiltekin mál til athugunar og undirbúnings afgreiðslu á stjórnarfundi og skal bóka um slíkt í fundargerð. Verkaskipting hefur ekki í för með sér að stjórnarmenn séu undanþegnir eftirlitsskyldu sinni eða öðrum lögbundnum hlutverkum. |
2.3. | Stjórnarmaður getur hvenær sem er sagt sig úr stjórninni. Stjórnarmaður skal senda stjórn og fyrirtækjaskrá tilkynningu um afsögn sína. |
3. gr. Hlutverk stjórnar
3.1. | Stjórn félagsins ber meginábyrgð á rekstri þess og fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda. |
3.2. | Helstu hlutverk stjórnar eru eftirfarandi:
|
3.3. | Á fyrsta eða öðrum fundi í upphafi starfsárs skal stjórn móta drög að starfsáætlun fyrir starfsárið, sem skal hljóta formlegt samþykki stjórnarfundar. Þar skulu mikilvægustu verkefni starfsársins koma fram og hvenær um þau er fjallað. |
3.4. | Stjórnarmenn þurfa að þekkja þau lög, stjórnvaldsfyrirmæli og reglur sem gilda um fyrirtækjarekstur og starfsemi félagsins. Stjórnarmenn þurfa jafnframt að:
|
4. gr. Hlutverk stjórnarformanns
4.1. | Stjórnarformaður ber ábyrgð á að stjórnin gegni hlutverki sínu með skilvirkum og skipulögðum hætti. Hann ber jafnframt ábyrgð á að eigendur séu upplýstir ef meiri háttar mál sem snerta hluthafa sérstaklega koma upp milli hluthafafunda. Formaður stjórnar skal ekki taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem teljast eðlilegur hluti af störfum hans sem stjórnarformanns. Þó má stjórnarformaður sinna einstökum verkefnum sem stjórnin felur honum skv. umboði og eru þ.a.l. skilgreind og bókuð í fundargerðir stjórnar. |
4.2. | Helstu hlutverk stjórnarformanns eru meðal annars eftirfarandi:
|
5. gr. Hlutverk framkvæmdastjóra
5.1 | Framkvæmdastjóri skal annast daglegan rekstur félagsins og í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem stjórn gefur. |
5.2. | Framkvæmdastjóra ber að sjá til þess að meðferð eigna sé forsvaranleg og hefðbundin rekstur félagsins sé í góðu horfi og í samræmi við gildandi lög. Í því skyni ber honum að sjá til þess að hafa eftirlit með því að ferlar, bókhald, ráðning starfsmanna og starfsemi að öðru leyti sé í lagi. |
5.3. | Framkvæmdastjóri skal tryggja að stjórnarmenn fái reglulega nákvæmar upplýsingar um fjármál, uppbyggingu og starfsemi félagsins. Jafnframt skal framkvæmdastjóri gera grein fyrir óformlegum samskiptum stjórnarmanna og starfsmanna er varðar málefni stjórnarinnar. |
5.4. | Framkvæmdastjóri skal halda utan um aðgerðalista stjórnar og sjá til þess að stjórn sé upplýst um framgang mála milli stjórnarfunda. |
6. gr. Stjórnarfundir
6.1. | Fundir skulu haldnir að jafnaði einu sinni í mánuði en oftar telji stjórn ástæðu til. Fund skal halda ef einhver stjórnarmanna eða eftir atvikum ef framkvæmdastjóri fer fram á það. Formaður félagsins ber ábyrgð á undirbúningi. |
6.2. | Stjórnarfundi skal almennt halda í húsakynnum félagsins. Nýta má rafræna miðla og fjarskipti á stjórnarfundum nema sérstakar aðstæður mæli því í mót. |
6.3. | Stjórnarformaður annast boðun funda og útsendingu en er heimilt að fela framkvæmdastjóra eða öðrum starfsmanni félagsins umboð til þess. Að jafnaði skal senda fundarboð, dagskrá og önnur fundargögn með minnst þriggja daga fyrirvara eða tryggja sambærilegt aðgengi stjórnarmanna að gögnum á stafrænu starfssvæði stjórnar. Stjórnarformaður getur ákveðið skemmri frest vegna sérstakra aðstæðna. Stjórnarmönnum ber að tilkynna fyrirsjáanleg forföll sem fyrst. |
6.4. | Fundargögn skulu að jafnaði send út rafrænt með fundarboði eða aðgengi að þeim tryggt á stafrænu starfssvæði stjórnar. Stjórnarmenn hafa óheftan aðgang að fundargögnum fyrri stjórnarfunda. Ætíð ber að gæta fyllstu varúðar við meðferð fundargagna og allra upplýsinga sem gætu verið varðar af reglum um vernd persónuupplýsinga. |
6.5. | Endurskoðendur eiga rétt á að sitja stjórnarfundi þegar fjallað er um reikningsskil sem þeir árita. Þá skulu þeir sitja stjórnarfundi ef stjórnarmaður, einn eða fleiri, fara þess á leit. |
6.6. | Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Mikilvæga ákvörðun má þó ekki taka án þess að allir stjórnarmenn hafi haft tök á því að kynna sér og fjalla um málið sé þess kostur. |
6.7. | Fundargerð skal skráð á tölvu á fundum stjórnar, send til stjórnarmanna til yfirlestrar og samþykkt og undirrituð á næsta stjórnarfundi. Varðveita skal tölusettar fundargerðir hjá félaginu ásamt framlögðum fundargögnum. Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram í fundargerð:
|
6.8. | Að jafnaði verða mál ekki borin upp til ákvörðunar á stjórnarfundum nema stjórnarmenn hafi fengið gögn málsins eða fullnægjandi upplýsingar um það fyrir fundinn og haft tíma til að kynna sér efni þess. |
6.9. | Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum við afgreiðslu mála. Verði atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns úrslitum. Leitast skal við að ná einhug um ákvarðanir og afgreiðslu mála sem teknar eru af stjórn. |
6.10. | Stjórn getur ákveðið að fela stjórnarmanni hlutverk framkvæmdastjóra. Sé framkvæmdastjóri ekki í stjórn þá á hann sæti á stjórnarfundum nema að stjórn ákveði annað. |
6.11. | Stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri, sem ekki er sammála ákvörðun stjórnar, á rétt á að bóka sérálit sitt í fundargerð. |
6.12. | Framkvæmdastjóra er heimilt að fá starfsmann félagsins til að sitja stjórnarfund og rita fundargerð. Ef þess er óskað af stjórnarmanni eða framkvæmdastjóra skal viðkomandi starfsmaður víkja af fundi. |
7. gr. Vanhæfi og hagsmunaárekstrar
7.1. | Stjórnarmaður og/eða framkvæmdastjóri mega ekki taka þátt í meðferð máls ef um er að ræða samninga milli félagsins og hans sjálfs eða málshöfðun gegn honum. Hið sama á við um samninga félagsins og þriðja manns eða málshöfðun gegn þriðja manni ef stjórnarmaðurinn á þar verulegra hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við hagsmuni félagsins. |
7.2. | Stjórnarmaður og/eða framkvæmdastjóri telst t.d. vera vanhæfur ef mál varðar viðskipti hans eða fyrirtækis sem hann á hlut í, situr í stjórn hjá, er fyrirsvarsmaður fyrir eða mál varðar aðila sem er tengdur honum persónulega eða fjárhagslega. |
7.3. | Stjórnarmanni og/eða framkvæmdastjóra er skylt að upplýsa um atvik sem geta valdið vanhæfi hans og skal hann gera það um leið og slík mál koma upp. Vanhæfur stjórnarmaður á ekki að taka þátt í meðferð máls að neinu leyti og ekki að fá aðgang að gögnum eða vera viðstaddur umræður eða ákvarðanir á stjórnarfundum. Bóka skal í fundargerð að stjórnarmaður hafi vikið sæti og að hann hafi ekki fengið aðgang að gögnum. |
7.4. | Stjórn félagsins tekur ákvörðun um vanhæfi einstakra stjórnarmanna ef vafamál kemur upp. |
8. gr. Fyrirspurnir stjórnarmanna og óformleg samskipti milli stjórnarfunda
8.1. | Til að geta sinnt eftirlitsskyldu sinni skal stjórn hafa aðgang að öllum gögnum sem varða félagið. Allir stjórnarmenn hafa jafnan rétt til upplýsinga um félagið. |
8.2. | Stjórnarstarfið fer fram á stjórnarfundum. Beiðni um gögn eða upplýsingar og fyrirspurnir stjórnarmanna sem og svör við þeim skulu að jafnaði bornar upp og bókaðar á stjórnarfundum. Stjórnarmenn geta sent fyrirspurnir sem varða hag félagsins til formanns félagsins milli stjórnarfunda. Skal það gert með tölvupósti sem aðrir stjórnarmenn fá afrit af (cc). Svör formanns í tölvupósti skulu berast öllum stjórnarmönnum á sama tíma. |
8.3. | Stjórnarmenn afla ekki upplýsinga með því að hafa beint samband við starfsmenn félagsins. |
9. gr. Þagnar- og trúnaðarskylda
9.1. | Á stjórnarmönnum hvílir þagnarskylda um málefni félagsins, hagi starfsmanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um sem stjórnarmenn og leynt skulu fara samkvæmt samþykktum félagsins, lögum eða eðli máls. Stjórn getur þó ákveðið að slík málefni skuli vera opinber ef það þjónar hagsmunum félagsins og stangast ekki á við lög. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi. Til að tryggja slíkan trúnað skal viðhafa sérstaka varúð, t.d. við geymslu, ljósritun, tölvuskráningu og eyðingu gagna. |
9.2. | Stjórnarmaður er ábyrgur fyrir því að trúnaðarupplýsingum sem hann fær í hendur sem stjórnarmaður verði ekki dreift eða komist í hendur einstaklinga sem ekki sitja í stjórn félagsins. |
9.3. | Formaður stjórnar er að jafnaði talsmaður félagsins út á við og gagnvart fjölmiðlum. Stjórnarmenn, aðrir en stjórnarformaður, skulu almennt ekki tjá sig við fjölmiðla eða snúa sér til almennings varðandi málefni félagsins nema fyrir liggi samþykki stjórnar. |
10. gr. Árangursmat
10.1. | Stjórn metur störf sín einu sinni á ári fyrir aðalfund félagsins ár hvert, samsetningu, verklag og starfshætti samkvæmt starfsáætlun stjórnar. Stjórn skal yfirfara og meta þróun félagsins og hvort hún sé í samræmi við markmið þess. |
10.2. | Í slíku mati leggur stjórnin m.a. mat á styrkleika og veikleika í störfum sínum og verklagi og hugar að því sem hún telur að betur megi fara. Stjórnin getur sjálf lagt kerfisbundið mat á störf sín, en jafnframt getur hún leitað sérfræðiaðstoðar eftir því sem við á. |
10.3. | Stjórnarmenn hittast án framkvæmdastjóra að lágmarki árlega til að meta frammistöðu hans, ef framkvæmdastjóri er í stjórn víki hann af fundi stjórnar á meðan. Niðurstöður árangursmats skal ekki hafa áhrif á stjórnarsetu viðkomandi. |
11. gr. Ársreikningur og endurskoðun
11.1.Stjórn ber ábyrgð á gerð ársreiknings félagsins í samræmi við ákvæði laga um ársreikninga.
11.2.Stjórn skal hafa lokið gerð ársreikninga og lagt fyrir endurskoðendur eða skoðunarmenn eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund.
11.3.Ársreikningar félagsins skulu lagðir fyrir stjórn til afgreiðslu og skal stjórnin undirrita þá og senda eigendum, eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Telji stjórnarmaður að ekki beri að samþykkja ársreikninga, eða hafi hann athugasemdir sem hann telur rétt að hluthafar fái vitneskju um, skal hann gera grein fyrir því í áritun sinni.
11.4.Endurskoðendur eða skoðunarmenn félagsins eiga rétt á að sitja stjórnarfundi þegar fjallað er um reikningsskil sem þeir árita og geta þar látið í ljós álit á því hvort reikningsskilin og skýrsla stjórnar innihaldi nauðsynlegar og lögboðnar upplýsingar.
11.5.Á stjórnarfundi skal gerð grein fyrir ábendingum og athugasemdum, sem endurskoðendur félagsins vilja koma á framfæri við stjórn, svo og skýrslum um endurskoðunaraðgerðir eða aðra þætti er varða endurskoðunina. Umfjöllun þessi skal skráð í fundagerðir stjórnar.
12. gr. Varsla og meðferð starfsreglna fyrir stjórn
12.1. | Þeir sem eiga sæti í stjórn félagsins við setningu þessara starfsreglna skulu undirrita frumrit þeirra. Með sama hætti skulu stjórnarmenn undirrita nýtt frumrit af starfsreglunum ef breytingar verða gerðar á þeim. Nýjum stjórnarmönnum skulu kynntar starfsreglurnar og skulu þeir undirrita frumrit þeirra því til staðfestu. Jafnan skal geyma frumrit af starfsreglum þessum með fundargerðum félagsins. |
12.2. | Einungis stjórn getur gert tillögur til breytinga á starfsreglum þessum. |
Þannig samþykkt á fundi stjórnar Fjárfanga ehf. hinn 15. desember 2021
_______________________________ Sigurður H. Helgason Stjórnarformaður |
_______________________________ Aldís Stefánsdóttir Stjórnarmaður |
|
_______________________________ Guðrún Birna Finnsdóttir Stjórnarmaður |
_______________________________ Kjartan Dige Baldursson Varamaður í stjórn |
Stjórn Fjárfanga:
- Sigurður H. Helgason stjórnarformaður
- Guðrún Birna Finnsdóttir stjórnarmaður
- Kjartan Dige Baldursson stjórnarmaður
- Íris Huld Christersdóttir varamaður í stjórn
Rekstur og eignir ríkisins
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.