Hoppa yfir valmynd

Vistvæn innkaup ríkisins

Íslenska ríkið kaupir vörur og þjónustu fyrir um 150 milljarða króna á ári og er áætlað að sveitarfélög kaupi svipað af vörum og þjónustu árlega. Þannig er talið að opinber innkaup nemi um 300 milljörðum á ári hér á landi.

Áhrifamáttur opinberra innkaupa er því mikill. Með því að setja skýrar kröfur um umhverfissjónarmið í opinberum innkaupum gefst tækifæri til að hvetja til nýsköpunar og auka framboð á vistvænum vörum og þjónustu á markaðinum. Um leið er stuðlað að því að draga verulega úr umhverfisáhrifum innkaupa og neyslu í opinberri starfsemi og samfélaginu öllu.

Vistvæn innkaup fela í sér að velja þá vöru eða þjónustu sem er síður skaðleg umhverfinu eða heilsu manna og ber sama eða lægri líftímakostnað samanborið við aðrar vörur og þjónustu sem uppfylla sömu þörf. Frá árinu 2009 hefur Íslenska ríkið fylgt stefnu um vistvæn innkaup og er að auki kveðið á um í innkaupastefnu ríkisins að taka skuli tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup. Til að auðvelda ríkisstofnunum og öðrum opinberum aðilum vistvæn innkaup er rekinn sérstakur vefur, www.vinn.is með ítarlegum upplýsingum um leiðir og möguleika í því sambandi.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira