Hoppa yfir valmynd

Nýsköpunarvogin

Nýsköpunarvogin er samnorræn könnun sem ætlað er að kortleggja nýsköpun hjá hinu opinbera og um leið efla nýsköpun. Fjármála- og efnahagsráðuneytið stendur fyrir Nýsköpunarvoginni í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Hvað er opinber nýsköpun?

Skilgreining á opinberri nýsköpun sem notuð er í verkefninu um Nýsköpunarvogina er byggð á skilgreiningu OECD í Oslóar handbókinni um nýsköpun í einkageiranum og hefur verið sniðin að opinberri þjónustu af dönsku nýsköpunarstofnuninni COI.

Opinber nýsköpun er ný eða umtalsvert breytt aðferð til að bæta starfsemi og árangur á vinnustaðnum. Nýsköpunin þarf að fela í sér nýjungar fyrir vinnustaðinn en hún má hafa verið notuð annars staðar áður eða hafa verið þróuð af öðrum.

Skilyrði er að nýsköpunarverkefnið hafi skapað virði til að mynda í gegnum aukin gæði í þjónustu, aukna skilvirkni vinnustaða, aukna þátttöku almennings og bætta starfsánægju. Opinber nýsköpun getur líka aukið virði fyrir nærumhverfið.

Nánari upplýsngar eru á Nýsköpunarvef hins opinbera

Hér má sjá áhugaverðar upplýsingar og verkefni sem hafa skilað sér í gegnum dönsku nýsköpunarvogina

 

 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira