Hoppa yfir valmynd

Sjálfsmat á árangri í stjórnun (CAF)

CAF sjálfsmatslíkanið er aðferð sem nýst hefur stofnunum við að ná bættum árangri í stjórnun og rekstri. CAF er verkfæri sem er auðvelt í notkun og getur aðstoðað opinberar stjórnsýslustofnanir til þess að nýta aðferðir gæðastjórnunar í því skyni að bæta árangur. Með CAF er látinn í té rammi að sjálfsmati sem hugmyndafræðilega er líkur öðrum þekktum líkönum úr altækri gæðastjórnun (TQM), sérstaklega árangurslíkani EFQM, en CAF er sérstaklega sniðið að þörfum opinberra stofnana, þar sem tekið er tillit til hversu ólíkar þær geta verið.

Aðalmarkmið CAF eru fjórþætt:

  1. Kynna opinberri stjórnsýslu grundvallaraðferðir gæðastjórnunar og leiða hana eftir þeirri braut, með notkun og sjálfsmati, frá núverandi „skipuleggja–innleiða“ yfir í röð aðgerða sem leiða að lokum til umbótahringsins „skipuleggja-innleiða-meta-bæta“ (Plan-Do-Check-Act / PDCA),
  2. Auðvelda sjálfsmat hjá opinberum stjórnsýslu- og þjónustustofnunum í því skyni að fram fari greining og umbætur,
  3. Vera brú milli mismunandi aðgerða sem notuð eru í gæðastjórnun,
  4. Auðvelda samanburð og lærdóm milli opinberra stofnana.


Líkanið hefur verið notað í þrenns konar tilgangi:

  • Sem stjórntæki og til að auðvelda yfirsýn yfir starfsemina.
  • Sem greiningartæki til að meta þörf fyrir umbætur.
  • Sem viðmiðunartæki til að bera saman árangur við stofnanir sem skara fram úr.


Aðferðafræðin er fyrst og fremst ætluð til að aðstoða við að hámarka skilvirkni í rekstri og bæta arðsemi, auka tryggð starfsmanna og byggja upp árangursdrifinn teymisanda.

 

Tilraunaverkefni

Á árinu 2012 stóðu fjármálaráðuneytið og velferðarráðuneytið fyrir tilraunaverkefni um notkun CAF sjálfsmatslíkansins hjá nokkrum stofnunum. Fimm stofnanir, Ríkiskaup, Sjúkratryggingar Íslands, Vinnumálastofnun, Geislavarnir ríkisins og Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda að tóku þátt.

Markmiðið með verkefninu var m.a. til að meta áhrif CAF sjálfsmatslíkansins á starfsemi íslenskra stofnana, safna upplýsingum er snúa að framkvæmd og úrvinnslu en jafnframt meta hvort þróa þurfi stjórnunaraðferðina frekar.

Síðast uppfært: 23.5.2017
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum