Ísland ljóstengt

Ísland ljóstengt er landsátak í uppbyggingu ljósleiðarakerfa í dreifbýli utan markaðssvæða. Markmiðið er að 99,9% þjóðarinnar eigi kost á 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu árið 2020. 

Samningar um úthlutun fjarskiptasjóðs á styrkjum til sveitarfélaga vegna uppbyggingar þeirra á ljósleiðarakerfum árið 2016 voru undirritaðir 20. apríl 2016. Eftirtalin sveitarfélög hlutu styrk:

 • Eyja- og Miklaholtshreppur
 • Borgarbyggð
 • Súðavíkurhreppur 
 • Húnaþing vestra
 • Húnavatnshreppur 
 • Blönduósbær
 • Sveitarfélagið Skagafjörður 
 • Þingeyjarsveit
 • Norðurþing
 • Svalbarðshreppur 
 • Fljótsdalshérað
 • Rangárþing eystra 
 • Rangárþing ytra
 • Kjósarhreppur


Fyrirkomulag styrkveitinga vegna framkvæmda 2017 mun liggja fyrir síðar á árinu. 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn