Hoppa yfir valmynd

Þjónustusamningur - Farice ehf.

Síðast uppfært 2. desember 2020.

Þjónustusamningur við Farice ehf.

Fjarskiptasjóður gerði fyrir hönd ríkissjóðs þann 12. apríl 2012 þjónustusamning við Farice ehf. um þjónustu í almannaþágu um að tryggja fjarskiptasamband Íslands við umheiminn.

Áður hafði fjármála- og efnahagsráðuneyti leitað til innanríkisráðuneytis vegna alvarlegs lausafjárvanda fyrirtækisins. Fyrir lá að 80% skulda félagsins væru með ríkisábyrgð sem féllu á ríkissjóð færi félagið í þrot en með samningnum var félaginu forðað frá greiðslufalli.

Þar sem almannahagsmunir voru í húfi var talið nauðsynlegt að tryggja fjarskiptatengingar landsins við umheiminn enda teldist starfsemi Farice ehf. til ómissandi innviða þar sem hún væri grunnvirki sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt samfélag. Þjónustusamningur við félagið var talin eina leiðin til þess að annars vegar tryggja öryggi alþjóðlegra fjarskiptatenginga við Ísland og hins vegar vernda þá hagsmuni ríkissjóðs sem fælust í ríkisábyrgðum á skuldum félagsins. Lögðu því fjármála- og efnahagsráðherra og innanríkisráðherra til að ríkisstjórn Íslands heimilaði gerð slíks samnings til allt að fimm ára og fjármögnun hans með framlagi í fjárlögum.

Haft var samráð við Eftirlitsstofnun EFTA um útfærslu samningsins og hann gerður með fyrirvara um að stofnunin færi yfir texta samningsins. Var því óskað eftir liðsinni fjarskiptasjóðs um að leggja lokahönd á þjónustusamning við Farice ehf. Er það í samræmi við hlutverk sjóðsins sem er m.a. ætlað að stuðla að uppbyggingu á sviði fjarskiptamála í samræmi við fjarskiptaáætlun og úthluta fjármagni til verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóðfélagsins á sviði fjarskipta og annarra verkefna. Með þjónustusamningi fjarskiptasjóðs og Farice ehf. er tryggt að Íslendingar hafi aðgang að öruggum, áreiðanlegum og aðgengilegum fjarskiptum við umheiminn.

Samningurinn var uppfærður 12. apríl 2012, framlengdur 2. desember 2015 til þriggja ára og 21. desember 2018 til eins árs.

Samningur

Nafn félagsins, aðsetur og þjónustusvæði þjónustuveitanda

Nafn félags: Farice ehf.
Heimilisfang: Smáratorgi 3, 201 Kópavogi.
Þjónustusvæði: Farice býður gagnasambönd milli borga (e. city to city services) milli Reykjavíkur og Verne gagnaversins á Keflavíkurflugvelli og Amsterdam, London, Þórshafnar og Kaupmannahafnar.

Sjá kerfismynd

Greiðslur

Ár  Framlag kr.
2012 356.300.000
2013 418.600.000
2014    396.900.000
2015 390.900.000
2016 387.700.000 
2017 450.000.000
2018 450.200.000
2019 266.600.000 (4)
2020 Ár ekki liðið

Eftirlit

Eftirlitsþættir / tímabil
 2013 
 2014 
 2015   2016   2017  2018  2019  2020 
3. gr. Þjónustustig  Já (4) (4)
4. gr. Tæknilegt hlutleysi  Já (4) (4)
5. gr. Jafnræði viðskiptavina  Já (4) (4)
6. gr. Gegnsæi  Já (4) (4)
7. gr. Verðlagning / LRAIC (1) (1) (1) (1) (1)  (1) (4) (4)
8. gr. Greiðslur til Farice  Já (4) (4)
9. gr. Endurgreiðsla til sjóðsins (2) (2) (2) (2) (2)  (2) (4) (4)
10. gr. Hagkvæmur rekstur  Já (4) (4)
11. gr. Uppfærsla og viðhald LRAIC líkans (1) (1) (1) (1) (1)  (1) (4) (4)
12. gr. Bókhaldslegur aðskilnaður (3)  Já (4) (4)
18. gr. Undirverktakar  Já (4) (4)

Skýringar:

Já: Farice uppfyllir samningsákvæði um eftirlit.

(1-4): Sjá athugasemdir.

 

Eftirlitsaðili: PwC fyrir hönd fjarskiptasjóðs 2013 - 2014. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fyrir hönd fjarskiptasjóðs frá og með 2015.

 

Athugasemdir:

(1): LRAIC líkanið flókið og umfangsmikið. Ekki stendur til að innleiða líkanið í tengslum við þennan samning.

(2): Ekki forsendur fyrir endurgreiðslu til sjóðsins.

(3): Ekki metið í fyrsta eftirliti.

(4): Engar almennar greiðslur á grundvelli samningsins áttu sér stað 2019. Því kom ekki til eftirlits á grundvelli þjónustu í almannaþágu. Fjárveiting 2019 vegna botnrannsóknar var gjaldfærð að fullu í bókhaldi sjóðsins það ár sem skýrir upphæðina. Með framlengingu samnings til 2020 fengust óráðstafaðar fjárveitingar fluttar milli ára. Greiðslur 2019 og 2020 eru á grundvelli 12. gr. viðaukasamnings dags. 21.12.2018 um Seabed Survey/botnrannsókn og samkomulags um framlengingu þess samnings dags. 20.12.2019.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira