Fjarskiptaáætlun
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið í fjarskiptalögum að móta stefnu um fjarskiptamál, rafræn samskipti og póstþjónustu og setja fram í fjarskiptaáætlun.
Ráðherra leggur á fjögurra ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um fjarskiptaáætlun þar sem mörkuð skal stefna fyrir næstu tólf árin ásamt aðgerðaáætlun til fjögurra ára. Í fjarskiptaáætlun skal gera grein fyrir ástandi og horfum hvað varðar fjarskipti í landinu og meta og taka tillit til þarfa samfélagsins fyrir bætt fjarskipti.
Skilgreina skal markmið stjórnvalda sem stefna ber að og leggja þannig grunn að framþróun íslensks samfélags. Markmiðin skulu stuðla að aðgengilegum og greiðum, hagkvæmum og skilvirkum, öruggum og umhverfisvænum fjarskiptum.
Í fjarskiptaáætlun skal leggja áherslu á að...:
- ná fram víðtæku samstarfi markaðarins, neytenda, opinberra stofnana og ráðuneyta um stefnumótun er varðar fjarskipti og skyld svið,
- styrkja samkeppni á fjarskiptamarkaði og auka samkeppnishæfni Íslands,
- tryggja öryggi almennra fjarskiptaneta innan lands og tengingar Íslands við umheiminn,
- ná fram hagkvæmri notkun fjármagns og hámarka jákvæð áhrif fjarskiptatækni á hagvöxt,
- ná fram samræmdri forgangsröðun og stefnumótun, og skal forgangsröðun byggjast á mati á þörf fyrir úrbætur á landinu í heild og í einstökum landshlutum,
- stuðla að atvinnuuppbyggingu, eflingu lífsgæða og jákvæðri byggðaþróun.
Fjarskiptaáætlun og aðgerðaáætlun
Í gildi er fjarskiptáætlun 2011-2022 og aðgerðaáætlun 2011-2014. Hafin er vinna við gerð nýrrar áætlunar.
- Fjarskiptaáætlun 2011-2022
- Fjarskiptaáætlun, aðgerðaáætlun 2011-2014
- Eldri fjarskiptáætlun 2005-2010
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Nefndir og ráð
Póst og fjarskiptastofnun
Póst- og fjarskiptastofnun hefur umsjón með framkvæmd og eftirlit með lögum um fjarskipti.