Fjarskiptaáætlun
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra leggur fram á Alþingi, að minnsta kosti á þriggja ára fresti, tillögu til þingsályktunar um fjarskiptaáætlun þar sem mörkuð er stefna fyrir næstu fimmtán árin. Í fjarskiptaáætlun eru skilgreind markmið stjórnvalda sem stefna ber að og leggja þannig grunn að framþróun íslensks samfélags. Stuðla skal að aðgengilegum og greiðum, hagkvæmum og skilvirkum, öruggum og umhverfisvænum fjarskiptum.
Í gildandi fjarskiptaáætlun er fjallað heildstætt um fjarskipti í tengslum við aðra þætti samskipta sem eru á verkefnasviði ráðuneytisins, svo sem rafræn samskipti, samskipti sem byggjast á póstþjónustu, netöryggismál og málefni sem falla undir verksvið Þjóðskrár Íslands.
Í áætluninni kemur fram að leggja skuli áherslu á að:
- ná fram víðtæku samstarfi markaðarins, neytenda, opinberra stofnana og ráðuneyta um stefnumótun er varðar fjarskipti og skyld svið,
- styrkja samkeppni á fjarskiptamarkaði og auka samkeppnishæfni Íslands,
- tryggja öryggi almennra fjarskiptaneta innan lands og tengingar Íslands við umheiminn,
- ná fram hagkvæmri notkun fjármagns og hámarka jákvæð áhrif fjarskiptatækni á hagvöxt,
- ná fram samræmdri forgangsröðun og stefnumótun, og skal forgangsröðun byggjast á mati á þörf fyrir úrbætur á landinu í heild og einstökum landshlutum,
- stuðla að atvinnuuppbyggingu, eflingu lífsgæða og jákvæðri byggðaþróun.
Stefna í fjarskiptum og fimm ára fjarskiptaáætlun
Í gildi er stefna í fjarskiptum 2019-2033 og fimm ára fjarskiptaáætlun 2019-2023.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Fjarskiptaáætlun og stefna
Gagnlegir tenglar
Nefndir og ráð
Póst og fjarskiptastofnun
Póst- og fjarskiptastofnun hefur umsjón með framkvæmd og eftirlit með lögum um fjarskipti.
Fréttir
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðBjörgunarsveitir fá nýjar færanlegar rafstöðvar til að efla fjarskiptaöryggi19. 02. 2021