Hoppa yfir valmynd

Loftferðasamningar

Íslensk stjórnvöld hafa í árslok 2016 gert 95 loftferðasamninga við önnur ríki.

Stöðugt vaxandi umsvif íslenskra flugrekenda hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Misjafnt er hversu víðtæk réttindi tekst að semja um í hverju tilviki en auk gagnkvæmra heimilda til farþega- og farmflugs milli samningsríkja tekst oftast að semja um flug til og frá þriðju ríkjum og viðkomandi samningsríki. Flug á grundvelli þeirra samninga og annars konar samkomulags um réttindi sem Ísland hefur gert heimilar nú flug til 116 ríkja.

Efni loftferðasamninga snýr almennt að heimild til flugs til og frá landsvæði gagnaðila, svokölluð þriðju og fjórðu réttindi, heimildir til millilendingar milli upprunalands og áfangastaðar, svokölluð fimmtu réttindi og um heimild til að fljúga til og frá landsvæði gagnaðila án viðkomu í skráningarríki, svokölluð sjöundu réttindi. Jafnframt fjalla samningar um kröfur til flugrekenda, rekstrarlegar forsendur, flugverndarkröfur, eignarhald og tvísköttunarmál auk annars.

Ráðuneytið hefur í samstarfi við utanríkisráðuneytið unnið yfirlit yfir inntak réttinda skv. gildandi loftferðasamningum. Yfirlitinu er ætlað að auðvelda flugrekendum að meta hvernig einstakir samningar nýtast í markaðssókn á tiltekin svæði. Greiningin byggist á yfirferð um efni allra samninga og viljayfirlýsinga (MoU) sem gerð hafa verið en það eru alls 95 samningur ef með eru taldir tveir samningar við Kanada, tveir samningar vegna aðildar að loftferðasamningi ESB og Bandaríkja Norður Ameríku, Norðurlandasamningurinn, EES/EFTA og þrjár sjálfstæðar viljayfirlýsingar. Einnig eru taldir með 10 samningar við ESB ríki og Sviss en heimildir eru til flugs til allra ríkja sem tilheyra innri markaðnum á grundvelli EES-samningsins.

Loftferðasamningar heimila því nú viðskiptaflug til 116 ríkja. Samhliða samningsgerð er að jafnaði skrifað undir viljayfirlýsingu um efni og framkvæmd loftferðasamninga. Viljayfirlýsingarnar eru ekki birtar við fullgildingu samninganna en þar koma að öðru jöfnu fram samningsforsendur og nánari skýringar sem geta gefið veigamikla vísbendingu um réttindi sem af samningi leiða auk heimilda til að beita samningum þrátt fyrir að undirritun og fullgilding hafi ekki átt sér stað.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira