Hoppa yfir valmynd

Ísland ljóstengt

Eitt lykilmarkmiða íslenskra stjórnvalda á sviði fjarskipta er að aðgengi lögheimila og atvinnuhúsnæðis að ljósleiðara verði 99,9% fyrir árslok 2025. Til að það takist þarf að veita ríkisstyrki til ljósleiðarauppbyggingar í dreifbýli utan markaðssvæða.

Ísland ljóstengt er tímabundið landsátak í þá veru og féllu alls 3.700 heimili undir verkefnið í upphafi. Gert er ráð fyrir að fjarskiptafyrirtæki sjái að öðru leyti um að tengja aðra staði á landinu. Verkefnið hefur vaxið að umfangi og losar fjöldi styrkhæfra staða um 6.000 árið 2021. Eingöngu á eftir að semja um styrki til að tengja síðustu 180 styrkhæfu byggingarnar í dreifbýli árin 2021 og 2022 til að ná ofangreindu markmiði.

Verkefnið Ísland ljóstengt hefur staðið yfir frá árinu 2016 og er í umsjá fjarskiptasjóðs sem hefur það hlutverk að stuðla að uppbyggingu fjarskiptainnviða á grundvelli fjarskiptaáætlunar. Í fjarskiptaáætlun er mörkuð stefna í fjarskiptum, netöryggi, málefnum Þjóðskrár Íslands og póstmálum. 

Ríkið leggur verkefninu Ísland ljóstengt til fjármuni. Sveitarfélögum stendur til boða að sækja um styrk sem háður er háð mótframlagi þeirra og öðrum skilyrðum til að ráðast í ljósleiðaravæðingu. Lögð er mikil áhersla á hagkvæmni, samlegð með öðrum veituframkvæmdum og samvinnu við fjarskiptafyrirtæki eftir því sem við á. Með ljósleiðaravæðingu utan þéttbýlis er jafnframt stuðlað að uppfærslu stofnkerfa fjarskipta á landsvísu sem er forsenda meiri áreiðanleika, útbreiðslu og gagnaflutningshraða allra farneta utan þéttbýlis.

Íslensk fjarskiptalöggjöf er að mestu leyti byggð á löggjöf Evrópusambandsins á sviði fjarskipta vegna skuldbindinga Íslands í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Umsjón með framkvæmd og eftirlit með lögum um fjarskipti er í höndum Póst- og fjarskiptastofnunar

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira