Hoppa yfir valmynd

Póstþjónusta

Póstþjónustan hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og með stórauknum rafrænum samskiptum fækkar stöðugt bréfum sem bera þarf út til viðtakenda. Frá árinu 2013 hefur orðið mikill vöxtur í netverslun með tilsvarandi aukningu pakkasendinga bæði innanlands og frá erlendum ríkjum. 

Ný heildarlög um póstþjónustu tóku gildi 1. janúar 2020, sjá hér á vef Alþingis. Markmið laganna er að stuðla að hagkvæmri, virkri og áreiðanlegri póstþjónustu um land allt og til og frá landinu, m.a. með því að tryggja notendum aðgang að alþjónustu eins og hún er skilgreind á hverjum tíma og með því að efla samkeppni á markaði fyrir póstþjónustu. 

Þann 15. júní 2019 tóku gildi lög um breytingar á ákvæðum gildandi póstlaga nr. 19/2002 sem fela m.a. í sér að heimila Íslandspósti ohf. að setja gjaldskrá fyrir erlendar póstsendingar sem á að mæta raunkostnaði við sendingarnar.

 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira