Póstþjónusta

Rekstrarumhverfi póstþjónustu hefur breyst mikið frá aldamótum með tilkomu rafrænna lausna í miðlun pósts en gluggapósti er í æ ríkari mæli miðlað í gegnum heimabanka viðskiptabankanna, mínar síður þjónustuaðila og Ísland.is. Það hefur leitt til þess að bréfum innan einkaréttar Íslandspósts hefur fækkað úr 60 milljónum bréfa í 26 milljónir eða um 57% frá 2000 til 2015. Markaðskannanir hafa sýnt að áhugi og þörf landsmanna fyrir daglegar póstdreifingar fer minnkandi - sjá könnun.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur að undirbúningi lagabreytingar um póstþjónustu sem á að afnema einkarétt á sviði póstþjónustu og opna fyrir samkeppni á póstmarkaði en í dag hefur Íslandspóstur ohf. einkarétt á að dreifa bréfum allt að 50 g að þyngd. Einnig er markmiðið að tryggja áfram að aðilar um allt land hafi aðgang að lágmarkspóstþjónustu, þ.e. alþjónustu.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn