Hoppa yfir valmynd

Mat á umhverfisáhrifum

Samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana skal meta áhrif samgöngustefnu á umhverfið og nýta niðurstöður matsins til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum hennar. Umhverfismatið er birt samhliða samgönguáætlun í umhverfisskýrslu að undangengu samráðsferli. 

Umhverfismat samgönguáætlunar er mat á áhrifum stefnu í samgöngumálum, markmiðum og áherslum sem lagðar eru til grundvallar aðgerðum og framkvæmdum í samgöngum. Mat áætlunarinnar er hugsað sem undanfari mats á umhverfisáhrifum einstakra framkvæmda. Sem dæmi má nefna áhrif á losun á gróðurhúsalofttegundum eða staðbundin áhrif, s.s. hljóðvist eða svifryk. Í umsagnarferli umhverfismatsins geta hagsmunaaðilar komið á framfæri tillögum eða athugasemdum um umhverfisáhrif við áherslur samgönguáætlunar og leggja mat á mismunandi valkosti.

Við mat á umhverfisáhrifum einstakra framkvæmda er síðan lagt ítarlegra mat á umhverfisáhrif viðkomandi framkvæmdar og nánari útfærslu hennar.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira