Hoppa yfir valmynd

Leigubifreiðar

Lög um leigubifreiðar, nr. 134/2001, taka til fólksbifreiða sem notaðar eru til leigubifreiðaaksturs og eru skráðar fyrir átta farþega eða færri. Leigubifreiðaakstur telst það þegar fólksbifreið er tekin á leigu ásamt ökumanni fyrir tiltekið gjald til flutnings á farþegum og farangri þeirra.

Samgöngustofa fer með framkvæmd mála er varða leigubifreiðar. Undir starfssvið hennar fellur m.a. útgáfa starfsleyfa leigubifreiðastöðva, útgáfa atvinnuleyfa, útgáfa leyfa fyrir forfallabílstjóra og námskeiðahald. Þá sér stofnunin um starfrækslu gagnagrunns sem m.a. geymir upplýsingar um atvinnuleyfi og heimildir til undanþágu frá akstri eigin bifreiðar. 

Löggjöf um leigubifreiðar sætir nú heildarendurskoðun og er markmiðið að auka frelsi á leigubifreiðamarkaðinum og tryggja örugga og góða þjónustu fyrir neytendur, auk þess að tryggja að íslenska ríkið standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar samkvæmt samningum um evrópska efnahagssvæðið. Drög að nýju frumvarpi um leigubifreiðar byggist að meginstefnu til á tillögum starfshóps um heildarendurskoðun regluverks um leigubifreiðakstur sem skipaður var í október 2017 en skilaði tillögum í formi skýrslu í mars 2018.

 

Sjá einnig:

Fréttir
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira