Hoppa yfir valmynd

Umferð

Markviss fækkun banaslysa og alvarlegra slysa í umferðinni er helsta markmið umferðaröryggisáætlunar sem er hluti af samgönguáætlun. Stefnt er að því að fjöldi látinna í umferðinni á Íslandi á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki hærri en það sem lægst gerist í heiminum árið 2022 og að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2022.

Til að ná þessum yfirmarkmiðum hafa verið sett fram 11 undirmarkmið í umferðaröryggisáætlun: 

 • Banaslysum og alvarlegum slysum á börnum, 14 ára og yngri, skal útrýmt fyrir árið 2022
 • Banaslysum sem rekja má til vanrækslu á notkun öryggisbelta verði útrýmt
 • Slysum vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs fækki árlega um 5%
 • Meðalökuhraði að sumarlagi á þjóðvegum þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. haldist innan við 95 km/klst.
 • Aðild ungra ökumanna, 17-20 ára, að umferðarslysum minnki árlega um 5%
 • Alvarlega slösuðum og látnum í bifhjólaslysum fækki árlega um 5%
 • Slysum á gangandi og hjólandi vegfarendum fækki árlega um 5%
 • Slösuðum útlendingum fækki árlega um 5%
 • Slysum og óhöppum vegna útafaksturs fækki árlega um 5%
 • Slysum og óhöppum vegna ónógs bils á milli bíla fækki árlega um 5%
 • Slysum og óhöppum vegna hliðarárekstra fækki árlega um 5%

Umferðaröryggismál heyra undir Samgöngustofu sem starfar samkvæmt umferðarlögum og samkvæmt umferðaröryggisáætlun sem finna má í samgönguáætlun til fjögurra ára. Einnig er að finna stefnumörkun í umferðaröryggismálum í samgönguáætlun til 12 ára

Sýslumenn annast útgáfu ökuskírteina í umboði ríkislögreglustjóra og Samgöngustofa sér um framkvæmd regluverks um ökunám. Finna má  gagnlegar upplýsingar á vef embættanna.

Umferðaröryggismál í ráðuneytinu heyra undir skrifstofu samgangna.

Sjá einnig:

Vegasamgöngur

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira