Hoppa yfir valmynd

Vegakerfið

Vegakerfinu má líkja við æðakerfi mannslíkamans sem viðheldur starfseminni með því að tryggja eðlilegt blóðstreymi um líkamann. Með sama hætti eru traust vegakerfi og góðar samgöngur forsenda þess að mannlíf og atvinnulíf geti vaxið og dafnað í þéttbýli sem dreifbýli. Vegakerfið er flokkað eftir tegund vega og skiptist í stofnvegi, stofnvegi um hálendi, tengivegi, landsvegi og héraðsvegi.

Vegagerðin heldur úti öflugum fróðleiks- og upplýsingavef. Þar er annars vegar að finna upplýsingar um veður og færð sem uppfærðar eru ört allan sólarhringinn til að tryggja að vegfarendur geti séð hvernig ferð, veður og aðrar aðstæður kunna að vera á leið þeirra. Á vefnum eru einnig birtur víðtækur fróðleikur um vegakerfið, jarðgöng, vegalengdir, umferðarmerki og fleira.

Sjá einnig:

Vegasamgöngur

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira