Hoppa yfir valmynd

Landupplýsingar

Landupplýsingar eru grundvallargögn um landið sem tryggja aðgang að upplýsingum um umhverfi og náttúru. Landupplýsingar eru einnig mikilvægar til þess að styðja stefnumótun og starfsemi stjórnvalda á ýmsum sviðum s.s. við eignaskráningu, skipulagsmál, náttúruvernd, vöktun náttúruvár, orkumál, rannsóknir og opinberar framkvæmdir. Landupplýsingar gagnast einnig almenningi og fyrirtækjum með margvíslegum hætti.

Staðfræðilegar og landfræðilegar grunnupplýsingar um Ísland eru því nauðsynlegar. Þetta eru upplýsingar á borð við grunnkort, landshnitakerfi, hæðarkerfi Íslands, stafrænar landupplýsingar og fleira. Landmælingar Íslands hafa það hlutverk að safna þessum upplýsingum og vinna úr þeim, varðveita þær og miðla þeim til þeirra er þurfa á þeim að halda.

Grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar - INSPIRE

Í maí 2011 voru samþykkt á Alþingi lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda aðgengi að stafrænum landupplýsingum á vegum stjórnvalda en lögin tengjast INSPIRE-tilskipun Evrópusambandsins. Samkvæmt lögunum er grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar: „Tækni, stefnur, staðlar og mannauður sem þarf til að afla stafrænna landupplýsinga, vinna úr þeim, varðveita, miðla og auðvelda notkun þeirra.“ Framkvæmd þessara laga er á höndum Landmælinga Íslands.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 7.5.2021 1
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira