Hoppa yfir valmynd

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2009?

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2009?Forsætisráðuneytið hefur látið gera úttekt á vefjum hátt í þrjú hundruð stofnana ríkis og sveitarfélaga. Fyrirtækið Sjá ehf. framkvæmdi úttektina og er þetta í þriðja sinn sem slík úttekt er gerð.

Markmiðið með úttektinni er að fá heildstætt yfirlit yfir þá þjónustu sem er í boði, fylgjast með þróun og breytingum á vefjum opinberra aðila, meta gæði þeirra en einnig að auka vitund forsvarsmanna opinberra stofnana og sveitarfélaga um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu.

Könnunin var tvíþætt. Annars vegar voru vefirnir metnir af sérfræðingum samkvæmt gátlistum um innihald, nytsemi, aðgengi og þjónustu. Hins vegar svöruðu forsvarsmenn vefjanna spurningalista og gátu þeir gert athugasemdir við matið. Metnir voru 274 vefir ríkisstofnana, ráðuneyta og sveitarfélaga, að meðtöldum ýmsum sérvefjum, þjónustugáttum og vefjum ohf.-fyrirtækja. Svarhlutfall var um 90%.

Meginniðurstöður könnunarinnar:

Spruningalisti:

Efni frá fundum um opinbera vefi

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira