Hoppa yfir valmynd

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015?

Hvað er spunnið í opinbera vefi?Gerð var úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga haustið 2015. Það var í sjötta sinn sem slík úttekt var gerð. 

 

Flest stig í flokki ríkisvefja (stofnanir, ráðuneyti, ohf, annað) Flest stig í flokki sveitarfélagavefja
Ríkisskattsjóri (99 stig), Neytendastofa (98 stig), Ísland.is (98 stig), Orkustofnun (97 stig) og Samgöngustofa (97 stig)
Seltjarnarneskaupstaður (94 stig), Kópavogsbær (88 stig), Akraneskaupstaður (87 stig), Fjarðabyggð (87 stig) og Sveitarfélagið Skagafjörður (87 stig)

Bestu vefirnir 2015 – Niðurstaða dómnefndar

Eins og í síðustu tveim úttektum voru veittar viðurkenningar fyrir bestu vefina í tveimur flokkum: annars vegar besta ríkisvefinn og hins vegar besta sveitarfélagsvefinn. Fimm efstu vefirnir í hvorum flokki voru lagðir fyrir dómnefnd sem ákvað hvaða vefir skyldu hljóta viðurkenningu að þessu sinni. Dómnefndin fékk lista yfir efstu vefina í stafrófsröð og án upplýsinga um niðurstöður stiga. Dómnefnd hafði frjálsar hendur við að meta þá þætti sem réðu úrslitum en sérstök áhersla var lögð á viðmót og notendaupplifun.

Besti ríkisvefurinn: Ísland.is (vefur á vegum Þjóðskrár Íslands)

Umsögn dómnefndar:

„Vefurinn er einfaldur, notendavænn og skýr. Mikið af upplýsingum er sett fram á skýran og yfirvegaðan hátt. Hönnunin er einföld og myndalaus, sem hentar þessum vef. Einnig styður vefurinn mjög vel snjallsímanoktun. Góðar tengingar eru við aðra vefi og þar með verður vefurinn sú gátt, sem honum ætlað. Einnig er jákvætt að óskað er eftir skoðunum notenda um vefinn.“

Besti sveitarfélagsvefurinn: Akraneskaupstaður – akranes.is

Umsögn dómnefndar:

„Það sem einkennir hönnun vefsins er mannlegt útlit. Skemmtileg og metnaðarfull myndanotkun glæðir vefinn lífi. Hönnun vefsins er skýr og flokkun góð. Fleira en eitt tungumál er stutt á vefnum. Leitarvélin virkar vel, niðurstöður flokkaðar og birtar á skýran hátt. Einnig er gott að nota vefinn í snjallsíma.“

Dómnefndina skipuðu: Marta Lárusdóttir, lektor í tölvunarfræði við HR og sérfræðingur í viðmótshönnun, Rakel Pálsdóttir, forstöðumaður almannatengsla hjá Samtökum iðnaðarins og Tinni Sveinsson, vefstjóri visir.is og stjórnarmaður í SVEF.

Niðurstöður úttektarinnar voru kynntar á UT-deginum 26. nóvember 2015, þar sem meðal annars voru kynnt nokkur verkefni í stefnu upplýsingasamfélagsins.

Framkvæmd könnunar 

Úttekt á innihaldi, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislegri þátttöku

Annars vegar var framkvæmt mat á vefjum samkvæmt fyrirfram ákveðnum gátlista. Það fór fram 26. ágúst-13. september 2015. Hins vegar svöruðu tengiliðir opinberra aðila spurningalista. Tengiliðirnir fengu einnig tækifæri til að gera athugasemdir við mat á vefjunum. Opið var fyrir svörun spurningalista og athugasemdir dagana 14.-26. september 2015. 

Spurningalistinn var með svipuðu móti og áður, hér fyrir neðan er hægt er að skoða hann og önnur gögn sem skýra framkvæmd könnunarinnar.

Almennt varðandi könnunina:

Aðgengi vefja

Tól sem notuð eru við úttekt á aðgengi:

Úttekt á öryggi vefja

Úttekt á öryggi vefjanna var gerð í júlímánuði 2015 og voru allir vefir skannaðir með forritum til að finna hvort um er að ræða veikleika í öryggi þeirra. Óskað var eftir að tengiliðir vefjanna upplýstu rekstrar- og hýsingaraðila þeirra um fyrirhugaða úttekt en um er að ræða sérhæfða þætti sem hinn almenni vefstjóri hefur ekki tök á að lagfæra sjálfur á sínum vef. Öryggisúttektin hafði ekki nein áhrif á virkni vefjanna. Tengiliðir vefjanna svöruðu svo stuttum spurningalista í heildarúttektinni í september 2015.

Auk þessa voru um 40 vefi skoðaðir ítarlegar, meðal annars með hliðsjón af þekktri aðferðafræði sem lýst er í Vefhandbókinni. Þetta var gert með þeim hætti að það olli ekki neinni truflun á virkni viðkomandi vefjar. Ekki voru framkvæmdar innbrotsprófanir, heldur einungis var leitað eftir öryggisveikleikum.

Svavar Inga Hermannsson upplýsingaöryggissérfræðingur, sá um þetta verkefni.

Ítarefni

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira