Vefhandbókin
Vefhandbókin var fyrst gefin út árið 2008 og hefur síðan verið uppfærð tvívegis, árin 2012 og 2014. Í endurskoðun árið 2012 var meðal annars bætt við umfjöllun um lýðræðislega virkni á vefnum og kafli um aðgengismál var uppfærður. Í endurskoðun 2014 var sérstaklega litið til 1. og 4. kafla sem hafa tekið nokkrum breytingum. Meiri áhersla er á undirbúning vefverkefna, skrif fyrir vefinn, starf vefstjórans, notendaupplifun og efni í heild endurskoðað með tilliti til örrar þróunar í notkun snjalltækja. Þá var bætt við kafla um öryggismál þar sem meðal annars er að finna gátlista og skjal fyrir sjálfsmat.
Markmið vefhandbókarinnar er að tryggja samræmi í vefhönnun opinberra aðila, bæta þjónustu við almenning og almenn gæði í tengslum við aðgengi fatlaðs fólks og eldri borgara.
Í nóvember 2018 var gerð könnun á notkun vefhandbókarinnar og niðurstöður birtar í framhaldinu.
Handbókin skiptist í sex yfirkafla, yfirlit yfir þá og kaflana sem eru undir þeim má sjá hér að neðan.
- 3.1 Texti og myndir
- 3.2 Margmiðlunarefni
- 3.3 Framsetning á efni
- 3.4 Að sjá eða heyra efni
- 3.5 Lyklaborð og skoðun vefja
- 3.6 Notendur þurfa tíma
- 3.7 Framsetning á efni og flogaköst
- 3.8 Staðsetning og leiðarkerfi
- 3.9 Læsilegur og skiljanlegur texti
- 3.10 Fyrirsjáanleg virkni
- 3.11 Leiðrétta mistök og villur
- 3.12 Staðlar og framtíðartækni
- 3.13 Rafræn skjöl og eyðublöð
- 3.14 Aðgengisprófanir
Vefhandbókin
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.