Hoppa yfir valmynd

1. Undirbúningur

Vefir opinberra aðila hafa meðal annars því hlutverki að gegna að veita almenningi þjónustu og upplýsingar um réttindi sín og skyldur. Áður en stofnanir og sveitarfélög ráðast í vefuppsetningu eða breytingar á vefjum sínum, til dæmis verkefni sem lúta að því að auka rafræna þjónustu, er nauðsynlegt að skilgreina hvaða þjónustu á að veita og hvaða markmiðum sé stefnt að.

Í þessum kafla má finna ýmsar upplýsingar og ráð sem styðjast má við í upphafi og undirbúningi vefsíðugerðar og smærri vefþróunarverkefna. Fjallað er um almennan undirbúning, þarfagreiningu, stjórnun verkefna, gerð kröfulýsingar, kaup á vefumsjónarkerfi og mikilvægi þess að samþykkt sé vefstefna.

Í umfjöllun innan undirflokka er einnig að finna ýmsa gátlista sem styðja við ákvarðanatökuferlið, meðal annars vegna samninga og gerð verk-, tíma- og kostnaðaráætlunar.

Áður en ráðist er í kaup á hugbúnaði eða leit að samstarfsaðilum er grundvallaratriði að ákveða hvaða þjónustustigi sé stefnt að, hvort vefurinn eigi eingöngu að birta upplýsingar (einfaldir upplýsingavefir sem tiltölulega auðvelt er að setja upp) eða hvort ganga eigi lengra og stefna að gagnvirkni (þjónustu með umsóknum í gegnum netið eða notkun gagnagrunna).

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira