Hoppa yfir valmynd

2. Þróun og hönnun

Í þessum kafla er fjallað um þróun og hönnun á þjónustunni, ýmsa vefstaðla og prófanir sem nauðsynlegt er að framkvæma til að tryggja gæði þjónustunnar.

Upplýsingasamfélagið hefur verið í örri þróun síðustu ár og ýmsar tækninýjungar hafa litið dagsins ljós. Í kjölfarið hafa skapast væntingar í samfélaginu um aukna þjónustu af hálfu hins opinbera. Þess vegna verður að taka mið að mögulegri tækniþróun í hönnun vefsvæða og huga að aðlögun opinberrar þjónustu inn í mismunandi tækniumhverfi. Sérstaklega þarf að hafa í huga möguleika á að bæta og efla rafræna þjónustu.

Að bæta þjónustustig vefja

Í vefkönnunum er þjónustustig metið á kvarðanum 1-4. Í eftirfarandi kafla er fjallað um hvernig hægt sé að bæta þjónustustig, meðal annars í gegnum Ísland.is samvinnuverkefni ríkis- og sveitarfélaga þar sem allar stofnanir geta komið og fengið aðstoð til að efla rafræna þjónustu og færa sig þannig hratt á milli þjónustustiga. Í kafla 2.4 er fjallað um þjónustuþætti Ísland.is sem standa öllum opinberum aðilum til boða þeim að kostnaðarlausu.

Mikilvægt er að vefsíður séu kóðaðar frá grunni eftir stöðlum alþjóðlegu samtakanna W3C (e. World Wide Web Consortium). Staðlar eru meðal annars mikilvægir til að þjónustan virki í mismunandi vöfrum og að vefsíður séu aðgengilegar fyrir alla. Með því að fylgja stöðlum er tryggt að vefsíður virki í vöfrum framtíðarinnar.

Hönnunarferlið getur verið flókið og að því eru oft leiddir saman ólíkir aðilar. Áður en kemur að hönnun þarf að vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu. Að lokinni hönnun tekur við vefun (uppsetning útlits) og önnur forritun. Nauðsynlegt er að haldið sé vel utan um verkefnin á þessu stigi, markvissri verkefnisstjórnun beitt og fylgst vel með kostnaði.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira