Hoppa yfir valmynd

2.2 Vefstaðlar

2.2.1 XHTML

Kostir XHTML við kóðun og hönnun eru að auðveldara verður að nýta þjónustuna í öðrum hugbúnaði en vöfrum. Þeir vafrar sem eru í notkun í dag styðja ekki að öllu leyti þennan staðal en túlka hann þó oftast sem HTML. Með því að fylgja þessum staðli má tryggja að vefurinn virki í ýmsum hugbúnaði (öðrum en vöfrum) og líklegt er að framtíð vefþróunar komi til með að nota þennan staðal að öllu leyti.

Mælt með HTML 1.0

Kostir

  • Meiri sjálfvirkni í gegnum samskipti við önnur kerfi og vefþjónustur.

Ókostir

  • Minni þolinmæði gagnvart villum og er því staðallinn nokkuð vandmeðfarinn.

Helsti munur á XHTML og HTML

  • XHTML kóði eru allur í lágstöfum.
  • Gæsalappir verða að umlykja gildi breyta.
  • Öllum breytum verður að loka með viðeigandi merkjum, "/".
  • XHTML DocType (til að bera kennsl á staðalinn) verður að vera á hverri síðu.

Prófanir

Lykilatriði er að prófa kóðann í prófunartóli W3C til að sjá hvort í honum eru villur.

Ítarefni

W3C: XHTML-staðallinn

2.2.2 XHTML fyrir farsíma

XHTML Basic-staðallinn er minni gerð af XHTML og er ætlaður spjaldtölvum og farsímum.

Prófanir

Lykilatriði er að prófa kóðann í prófunartóli W3C til að sjá hvort í honum eru villur.

Ítarefni

W3C: XHTML Basic-staðalinn

2.2.3 HTML

HTML er kóði sem veitir vöfrum upplýsingar um framsetningu og uppbyggingu á texta og stýrir því hvernig vefurinn lítur út. Vafrar túlka þessa formgerð og birta notendum. Kóðinn er byggður upp í kringum merktan texta í hornklofum sem gefur vöfrum til kynna með hvaða hætti eigi að birta innihald vefsins.

Frá árinu 2000 hefur HTML staðallinn verið viðurkenndur af alþjóðlegum staðlasamtökum (ISO/IEC 15445:2000). Núverandi staðall er HTML 4.01 frá árinu 1999. HTML 5.0 er væntanlegur frá staðlasamtökunum W3C.

Uppbrot: Notið HTML 4.01 eða XHTML 1.0.

Ekki nota HTML-staðalinn til að eiga við framsetningu á útliti vefsíðna, til þess er notaður CSS-staðall.

Prófanir

Prófa verður kóðann í prófunartóli W3C til að sjá hvort í honum eru villur.

Ítarefni

W3C: HTML-staðallinn

2.2.4 XML

XML (Extensible Markup Language) er forritunarmál sem notað er til að skilgreina hegðun á milli tölvuforrita. Vefþjónustur sem tala á milli tölvu og flytja gögn á milli nota oft og tíðum XML forritunarmálið til að staðla og skilja hvert annað.

Prófanir

Lykilatriði er að prófa kóðann í XML prófunartóli W3C til að sjá hvort í honum eru villur.

Ítarefni

W3C: XML-staðallinn

Hvað er XML? - Upplýsingar frá Vísindavefnum

2.2.5 CSS

CSS-stílsnið er forritunarmál sem gerir höfundum og notendum kleift að tengja stíl (til dæmis letur og bil) við önnur skjöl sem hafa efni og innihald (til að mynda HTML skjöl og XML skjöl). Með því að aðskilja útlit frá innihaldi og efni skjala má einfalda vefun og viðhald vefja.

Notkun stílsniða skal vera meginregla í allri vefsmíði hjá opinberum aðilum og slík vinnubrögð ættu að tryggja aðgengilega vefi. Þannig verður óþarfi að nota töflur til að setja upp útlit en slíkt var algengt hér áður fyrr og gerði viðhald vefja mjög erfitt.

Skjálesarar eiga erfitt með að lesa töflur og útlitsleg framsetning flækist gjarnan fyrir notendum. Með notkun stílsniða getur skjálesari áttað sig á mun á útliti og innihaldi og getur þannig auðveldað notendum að nota vefinn.

Það getur þó reynst erfitt að hverfa alfarið frá því að nota töflur þar sem oft er hentugt að setja fram ýmsar talnaupplýsingar (til dæmis úr Excel) fyrir notendur. Ef slík framsetning er talin henta þá þarf að vanda til verka, hafa einfaldleika í fyrirrúmi og raða töflum í þeirri röð sem líklegt er að henti notendum.

Prófanir

Lykilatriði er að prófa kóðann í CSS prófunartóli W3C til að sjá hvort í honum eru villur.

Ítarefni

W3C: CSS-staðallinn

2.2.6 Javascript

Javascript forritunarmálið er ekki notað til að byggja upp vefi frá a til ö. Notagildi þess felst fyrst og fremst í ýmsum viðbótum við vefi sem byggja á öðrum stöðlum eins og HTML og XHTML. Javascript getur átt samskipti við HTML kóðann sem gerir hönnuðum kleift að birta á síðum breytilegt efni.
  • Þessar viðbætur geta verið í leiðarkerfi.
  • Einnig nýtist javascript í meðhöndlun forma og fyrirspurna á vefnum.

Litið hefur verið þannig á að mikilvæg virkni á vefnum megi aldrei byggjast eingöngu á javascript-tækninni. Javascript er á hinn bóginn í örri þróun og möguleikar forritunarmálsins eru að aukast. Ætíð þarf að tryggja að javascript kóði falli undir almennar reglur um aðgengi.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira