Hoppa yfir valmynd

2.3 Rafræn þjónusta

2.3.1 Þjónusta sem flýtir afgreiðslu mála (1. stig)

Í könnun á opinberum vefjum er spurt hvort fyrir hendi sé þjónusta á vef sem flýti afgreiðslu (jafnvel án þess að um gagnvirka þjónustu sé að ræða).

Stigagjöf: Allt að 40-50 stig.

Langflestir opinberir vefir hér á landi ná þessu þjónustustigi með því að birta á vefjum sínum eyðublöð sem hægt er að prenta út, fyrirspurnarform, leitarvirkni í upplýsingagrunni og skráningu á póstlista.

Hvernig má ná þessu þjónustustigi?

Tiltölulega auðvelt er að ná þessu stigi. Hér er ekki um að ræða gagnvirka þjónustu heldur er leitast við að tryggja upplýsingaflæði til notenda með eftirfarandi áherslum:

 • Eyðublöð stofnunar má prenta út af vefnum.
 • Notendur geta sent inn fyrirspurnir til stofnunar í gegnum sérstakt fyrirspurnarform.
 • Boðið er upp á leitarvirkni í upplýsingagrunni.
 • Skráning á póstlista.
 • Reiknivélar.
 • Skoðanakannanir.
 • Hægt að persónusníða síður.

Næstu skref í þjónustu

Æskilegt er að stofnanir sem hafa vefi á þessu stigi stefni lengra og nái að nýta sér tæknina til að auka þjónustu við notendur. Mikilvægt er þó að tryggja að væntanlegir notendur þjónustunnar hafi hag af þeim fjárfestingum sem ráðist er í.

2.3.2 Þjónusta sem felur í sér rafræna móttöku eða afgreiðslu (2. stig)

Í könnuninni er skoðað hvort á vefnum sé þjónusta sem felur í sér rafræna móttöku eða afgreiðslu. Hér er oftast notast við einhvers konar innskráningarferli.

Stigagjöf: 60-­‐75 stig miðað við hlutfallslegan fjölda eyðublaða.

Í öðru stigi þjónustu hafa verið settir upp rafrænir ferlar. Oftast er um að ræða einhvers konar innskráningu fyrir notendur. Notendur vefsíðunnar geta fyllt út og skilað upplýsingum í gegnum vefinn. Dæmi um rafræna afgreiðslu eru til dæmis eyðublöð sem hægt er að skila á vefnum.

Hvernig má ná þessu þjónustustigi?

Til að ná þessu þjónustustigi þarf að hanna rafræna ferla og tryggja að upplýsingar í gegnum vefinn komist til réttra aðila innan stofnunarinnar.

 • Oft er notast við einhvers konar innskráningarferli til að bera kennsl á notendur.
 • Eyðublöðum er hægt að skila inn rafrænt í gegnum vefinn en ekki er endilega svarað rafrænt.
 • Notendur geta tekið þátt í umræðum á spjallborðum.
 • Vefverslun.

Alltaf þarf að bera kennsl á notendur áður en persónubundnar upplýsingar eru sendar þeim.

Næstu skref í þjónustu

Stofnanir sem hafa vefi á þessu þjónustustigi geta haldið áfram að þróa og bæta þjónustu sína og boðið upp á rafræna móttöku eða afgreiðslu. Mikilvægt er þó að tryggja að væntanlegir notendur þjónustunnar hafi hag af þeim fjárfestingum.

2.3.3 Þjónusta sem felur í sér fyllilega rafræna málsmeðferð, ákvarðanatöku og skil niðurstaðna (3. stig)

Í könnuninni er skoðað hvort á vefnum sé þjónusta sem felur í sér fyllilega rafræna málsmeðferð, ákvarðanatöku og skil niðurstaðna.

Stigagjöf: Allt að 80-100 stig.

Í þriðja stigi þjónustu hafa verið settir upp rafrænir ferlar. Notendur vefsíðunnar geta fyllt út og skilað upplýsingum í gegnum vefinn. Einnig geta notendur tekið þátt í umræðum á spjallborðum eða umræðuþráðum.

Hvernig má ná þessu þjónustustigi?

Til að ná þessu þriðja þjónustustigi þarf að hanna rafræna ferla og tryggja að upplýsingar í gegnum vefinn komist til réttra aðila innan stofnunarinnar.

 • Oft er notast við einhvers konar innskráningarferli til að bera kennsl á notendur.
 • Eyðublöðum er hægt að skila inn rafrænt í gegnum vefinn.
 • Ákvarðanataka í tengslum við erindið er tekin og send.
 • Málsmeðferð er því rafræn frá upphafi til enda.
 • Notendur geta tekið þátt í umræðum á spjallborðum.

Í þessu felst að notendur þurfa að auðkenna sig með innskráningu eða notkun rafrænna skilríkja. Notendur fá einstaklingsmiðaðan aðgang, óska eftir þjónustu og sækja upplýsingar um málsmeðferð og niðurstöður í gegnum vefinn.

Þarfagreining

Ef markmiðið með verkefninu er að gera ferla stofnunarinnar sjálfvirka og innleiða hátt þjónustustig rafrænnar þjónustu þarf sérstök þarfagreining að fela í sér greiningu á innra verklagi og lýsingu á viðskiptaferlum. Þar með fæst yfirlit yfir hvaða þörf er á tengslum milli núverandi kerfa. Þarfagreining getur þannig verið skilvirk leið til að afla tilboða í nýtt upplýsingakerfi fyrir stofnunina eða sérforritun.

Næstu skref í þjónustu

Stofnanir sem hafa vefi á þriðja stigi eiga eftir eitt stig í fyllilega rafræna málsmeðferð en hún felur í sér lýðræðislega virkni. Mikilvægt er að tryggja að væntanlegir notendur hafi hag af fjárfestingum sem fylgja slíkum breytingum.

2.3.4 Er lýðræðisleg virkni til staðar? (4. stig)

Í könnuninni er skoðað hvort á vefnum sé þjónusta sem felur í sér fyllilega rafræna málsmeðferð, ákvarðanatöku og skil niðurstaðna.

Stigagjöf: 80-100 stig.

Hvernig má ná þessu þjónustustigi?

Til að ná þessu þjónustustigi þarf að hanna rafræna ferla og tryggja að upplýsingar í gegnum vefinn komist til réttra aðila innan stofnunarinnar. Um er að ræða samráð og samskipti til undirbúnings ákvarðanatöku.

Til að ná þessu þjónustustigi þarf að hanna rafræna ferla sem tryggja gagnsæi, opin samskipti og  opin samráðsferli íbúa og opinberrar stjórnsýslu.

Nánar er fjallað um lýðræðislega virkni og ofangreindan þjónustuþátt í kafla 5.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira