Hoppa yfir valmynd

3. Aðgengi og nytsemi

Í þessum kafla er fjallað almennt um aðgengi og nytsemi vefja. Tryggja þarf að þjónusta opinberra aðila taki mið af þörfum ólíkra hópa, svo sem blindra, sjónskertra, lesblindra, fólks með hreyfihömlun og annarra hópa fólks með fötlun. Einnig kemur gátlistinn að gagni fyrir aldraða sem geta oft ekki stjórnað mús og fólks sem ekki getur notað hendur en nýtir sér talgreini, höfuðmús eða annan búnað sem hermir eftir lyklaborðsvirkni. Íslensk stjórnvöld hafa beint þeim tilmælum til opinberra aðila að leiðbeiningum alþjóðlegu staðlasamtakanna Worldwide Web Consortium (W3C) sé fylgt hér á landi. WCAG 2.0 AA leiðbeinir um hvernig ganga skuli frá vefefni þannig að það sé aðgengilegt öllum.

Hafa ber í huga að leiðbeiningar W3C um aðgengi eru til þess fallnar að nýtast öllum. Rannsóknir sýna að milli 10 og 15% vefnotenda í vestrænum samfélögum eiga við einhvers konar fötlun að stríða. Stærstur hluti þessa hóps á erfitt með að nota mús og því gagnast óaðgengilegar vefsíður þessum hópi ekki vel.

Vefsíður sem samræmast WCAG 2.0 staðlinum eru yfirleitt aðgengilegri bæði leitarvélum og fólki sem vill skoða vefinn í mismunandi tækjum.

Mikilvægt er að rafrænar upplýsingar í formi skjala og rafrænna eyðublaða sem sett eru inn á vefsíður séu einnig öllum aðgengilegar.

Ítarefni um aðgengismál

Fjallað er um aðgengismál meðal annars út frá viðmiðum W3C WCAG í eftirfarandi köflum.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira