Hoppa yfir valmynd

3.10 Fyrirsjáanleg virkni

3.10.1 Rökrétt framsetning á efni

Ef efnið er sett fram í misvísandi röð og slíkt hefur áhrif á merkingu þess gagnvart notendum er hægt að skilgreina röð efnis á kerfisbundinn hátt.

Það er gott ráð að nota töflur í lágmarki til að setja fram efni því slíkt getur haft áhrif á röð þess. Skjálesarar lesa töflur röð eftir röð eða eftir öðrum skilgreiningum. Einnig er hægt að nota CSS stílsnið til að breyta röð efnis en mælt er með því að framsetning í kóða sé sú sama og sjónræn framsetning á efni. Ef röðin er önnur getur það valdið ruglingi fyrir þau hjálpartæki sem ýmsir notendur nýta sér við að lesa efni og innihald vefsins.

Hafa ber í huga að skjálesarar og önnur stoðtækni lesa yfirleitt undirliggjandi html-kóða síðunnar en lesa hana ekki eins og hún birtist á skjá. Því er mikilvægt að röð texta sé rökrétt í kóðanum, og endurspegli eins vel og unnt er hvernig textinn birtist á skjánum.

Notkun á fyrirsögnum

Fyrirsagnir verður að merkja með sérstökum táknum úr HTML-staðlinum. Vefkerfi eiga að gera umsjónarmönnum þetta auðvelt og án þess að þeir þurfi að fara í kóðann sem liggur á bak við síðuna.

Með því að merkja fyrirsagnir geta blindir notendur áttað sig betur á uppbyggingu vefsins með því að kalla fram í skjálesara yfirlit yfir fyrirsagnir. Þetta nýtist auðvitað öðrum notendum líka með læsilegri vefsíðum þar sem auðvelt er að átta sig á helstu atriðum sem komið er á framfæri.

Eftirfarandi er ívaf úr HTML staðlinum til upplýsingar fyrir notendur:

h1 (HTML-merki sem táknar fyrirsögn)

h2 (undirfyrirsögn)

Áfram mætti telja með h3 og h4. Hér er dæmi sem lýsir þessu nokkuð vel:

h3 og h4 fyrirsagnir á vefsíðum, til dæmis ef efnisflokkur (h2) aðalefnis (h1) inniheldur tengla með nokkurra lína texta á milli (h3).

Algengt dæmi um þetta eru fréttir þar sem fyrirsögn er tengill en svo birtast nokkrar línur úr byrjun greinar.

H1: aðalefni

H2: íþróttir

H3: Frækilegur sigur Fram á FH í gær

Í gær áttust við ...

Á þessum vef hjálpar vefkerfið notendum við að velja þessar fyrirsagnir án þess að nauðsynlegt sé að fara beint í kóða til að breyta þeim. Ef þess hefði verið þörf þyrfti að merkja þær beint í kóða með því að setja í kringum textann ívafið hér að ofan.

Aðalefni

og

Undirfyrirsögn

Önnur undirfyrirsögn

Mikilvægt er að nota h1 fyrirsögn fyrir aðalefni síðu (til dæmis grein eða meginmál). Þá skiptir miklu að nota rökrétta röðun fyrirsagna þannig að skjálesarar geti auðveldlega fundið það sem þeir leita að á síðunni með því að hoppa milli fyrirsagnanna. Ekki má sleppa stigi fyrirsagna, til dæmis h1, h3, h2 heldur verður næsta fyrirsögn að vera stigi á eftir eða á sama stigi og sú fyrri. Hoppa mætti úr h4 í h2 en ekki öfugt.

Ítarefni

Notkun á ARIA-landmarks

Útskýringar á ARIA-landmarks

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira