Hoppa yfir valmynd

3.11 Leiðrétta mistök og villur

3.11.1 Upplýsingagjöf til notenda þegar villur eiga sér stað

Kerfisvillur geta alltaf komið fyrir en algengustu ástæðurnar eru eftirfarandi og gott er að hafa þær í huga þegar kemur að viðhaldi vefsins.

Ákveðin síða hefur verið færð innan vefsins og ekki hefur verið gætt að því að vísa á nýja staðsetningu.
  • Önnur vefsvæði sem tengja á einstakar síður á vefnum vísa á gamlar tengingar því ekki hefur verið gætt að því að halda óbreyttum vefslóðum.
  • Leitarvélar geta átt það til að vísa á gamlar síður.
  • Alltaf er ákveðin hætta á að notendur skrifi inn ranga vefslóð.
  • Vefþjónninn gæti tímabundið verið í ólagi og af þeim sökum virkar vefurinn ekki sem skyldi.

Hafið lýsandi og skýrar athugasemdir sem birtast notendum þegar villa á sér stað, ekki leyfa kerfinu að tilkynna villur eins og „404 Not Found“ þegar síður finnast ekki.

Ekki láta kerfið vísa notendum beint á forsíðu þegar síða finnst ekki, notendur vilja frekar fá tilkynningu um að líklegt sé að röng slóð hafi verið slegin inn.

Dæmi:

  • Matís - 404 / kerfisvillusíða
  • Reykjavík - 404 / kerfisvillusíða

Viðbrögð við villum og tilkynningar

Ef síður finnast ekki þarf ábyrgðarmaður vefsins innan stofnunar að fá tilkynningu um týndar síður. Oftast er þetta gert með því að kerfið bjóði notendum upp á að senda tilkynningu á vefinn þegar slíkt á sér stað.

Bregðast þarf við tilkynningunni og hafa samband við viðskiptavin og þakka ábendinguna. Þegar niðurstaða finnst er rétt að tilkynna viðskiptavini um úrlausn vandans og senda tengil á hina týndu síðu ef það er mögulegt.
 

Tæknilegar villur

Tæknilegar villur eða kerfisbilun þarf að tilkynna til þjónustuaðila ef hann er fyrir hendi, annars vefstjóra eða ábyrgðarmanns vefsins. Ganga þarf úr skugga um að í samningum við þjónustuaðila sé brugðist við ábendingum um kerfisbilanir eða villur á markvissan hátt og innan tiltekins tíma.

Villur í formum

Líklega liggur mesta vinnan í villuleit sem tengist formum og eyðublöðum á vefnum. Taka má dæmi um notanda sem fyllir netfang rangt út á eyðublað, þá er æskilegt að formið hefji innri athugun á innslegnum texta til að kanna hvort reiturinn hafi verið rétt fylltur út. Í slíku tilviki þarf að tilkynna notanda hvað hefur farið úrskeiðis og í því samhengi nægir ekki að koma með skilaboð eins og þessi: „Villa hefur átt sér stað“ eða að merkja reitinn með lit.

Best væri að merkja reitinn með lit og koma með lýsandi villuboð: „Villa hefur fundist í netfangareit, líklegt er að þú hafir gleymt að setja @-merkið í reitinn.“

Dæmi um útfyllingu forma

Góð leið til að gefa notendum leiðbeiningar er að koma með dæmi sem sýna hvernig form eru fyllt út. Þannig geta notendur miðað við ákveðinn grunn þegar þeir sjálfir ákveða að fylla inn í sitt eigið form.

Ofangreint á einnig við um PDF-skjöl sem hafa útfyllanlega reiti.

Fyrirbyggjandi

Fyrir allar vefsíður sem bjóða upp á þjónustu eða gjörninga sem eru lagalega skuldbindandi fyrir notendur, snúast um fjárhagsleg viðskipti eða gefa notendum kost á að breyta upplýsingum beint í gagnagrunnum er tekið tillit til að minnsta kosti eins af eftirfarandi þáttum:

a)      Hægt er að snúa til baka: Upplýsingar frá notendum eru afturkræfar.

b)      Villuprófun: Gögn sem eru slegin inn af notendum eru villuprófuð og notanda er veitt tækifæri til að lagfæra gögnin.

c)       Staðfest: Notendum er gefið tækifæri til að endurskoða gögn, staðfesta þau eða snúa til baka og leiðrétta upplýsingar áður þau eru send inn.


Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira