Hoppa yfir valmynd

3.12 Staðlar og framtíðartækni

3.12.1 Notkun staðla

Mikilvægt er að hönnun vefsíðna taki mið af stöðlum til að tryggja líftíma þjónustu til lengri tíma. Þannig sé tekið tillit til framtíðartækni sem er í sigtinu og tryggt að skjálesarar og önnur hjálpartæki geti nýtt vefi.

Tryggja þarf að ívaf og öll forritun hafi upphafsmerki og endamerki (hornklofa) í samræmi við það forritunarmál sem er verið að vinna með hverju sinni. Ekki séu notuð úrelt merki en fylgjast má með nýjustu útgáfum af stöðlum á heimasíðu W3C.

Javascript

Með réttri notkun á Javascript er mögulegt að auka virkni síðunnar, gera hana þægilegri og á vissan hátt heillandi fyrir notendur. Það er þó alltaf einhver hópur notenda sem nýtir sér ekki javascript-tæknina. Af þeim sökum er nauðsynlegt að vefsíðan virki þrátt fyrir að slökkt sé á javascript.

Javascript reynist notendum sem sækja sér vefþjónustu í gegnum skjálesara, síma eða handtölvur illa. Þess vegna er gott ráð að hanna vefinn án javascript og tryggja að allt virki vel, því næst má skoða hvort auka megi möguleika vefsins með javascript.

Javascript getur nýst í ýmsum tilgangi, til dæmis við meðhöndlun forma á vefsíðum, setja fram prentvænt efni eða stækka letur. Það er þó góð regla að nýta ekki javascript ef hefðbundnari leiðir gefa sama eða svipaðan árangur.

Ef Javascript er notað er rétt að huga að stöðlun frá W3C sem kallast ARIA-landmarks (Accessible Rich Internet Applications). WAI-ARIA er í þróun en um er að ræða leið til að gera efni á vefnum og aðgengilegra fyrir fólk með fötlun. Það hjálpar sérstaklega þegar um er að ræða breytilegt efni sem er þróað með Ajax, HTML, JavaScript.

Ítarefni

Web Developer toolbar fyrir Internet Explorer - hægt að slökkva á virkni Javascript í prófunartilgangi.

Web Developer toolbar fyrir Mozilla Firefox - hægt að slökkva á virkni Javascript í prófunartilgangi.

ARIA-best practices

Prófanir á stöðlum W3C

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira